Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Blaðsíða 61
þetla, sem var hinn mikli fagnaðarboðskapur hans og
er það enn i dag. Hann kom og lifði voru lífi og hann yfir-
gaf oss, til þess, að vér gætum reynt að þokast áfram af
eigin ramleik, ættum kost á að velja hið rétta af frjálsum og
fúsum vilja. Hann hvarf oss um stund, en kemur svo aftur
og þá mun sá sannleikur, er hann flutti oss, verða skilinn
betur en raun hefur á orðið, alt til þessa. Og sælir eru þeir,
sem vænta komu hans. Sælir eru þeir þjónar, sem bíða þess
að húsbóndi þeirra fari lieim úr brúðkaupinu; það liefur
hann sjálfur sagt.
Þess vegna hefur og þessi boðskapur Mrs. Annie Besants
hrifið hug minn og hjarta. Og ég vona, að hann hafi hin
sömu áhrif á yður. Það er mín bjartfólgnasta ósk, að þér
mættuð bera gæfu, lil þess að vera meðal hinna sælu, er
vænta komu hans. Ég vona, að þér verðið ekki í hóp þeirra,
sem láta blindast svo af þröngsýni, hleypidómum og kæru-
leysi, að þeir gangi fram hjá honum, án þess að þekkja
hann; ég vona að yður auðnist að þekkja hann, þegar i
stað og fagna honum, sjálfum kærleiksmeistaranum.
Mér finst réttast að lesa hér upp fyrir yður grundvallar-
reglur bræðralagsins »Stjörnunnar í austri«, félagsins, sem
vill kosta kapps um að undirbúa komu hans. Éær eru á
þessa leið:
1) Vér trúum því, að innan skamms muni leiðlogi mikill
koma í Ijós í heiminum og vér viljum leggja stund á að lija
þannig, að vér verðum þess verðir að þekkja hann, þegar
hann kemur.
2) Vér viljum þess vegna reyna að haj'a hann alt aj í
huga og kappkosta, ej'tir mœtti, að vinna öll dagleg slörf
vor í nafni hans.
59