Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 88
Götusóparinn hélt heim til sín og sópaði götur borgar-
innar eftir sem áður. En heimspekingurinn, skáldið og
stjörnufræðingurinn álitu, að þeir gætu þvi að eins búið sig
undir það að leggja inn á helgunarbrautina, að þeir drægju
sig út úr ys og þys hins daglega lífs. Þeir komu sér því
saman um að fara inn á öræfi hinna heilögu Himalaya-
fjalla og dvelja þar sjö ár. Þar reistu þeir sér sltýli, sitl
handa hverjum, svo að þeir gætu sökt sér sem bezt niður
í hugleiðingar sínar.
Stjörnufræðingurinn sökti sér niður i umhugsunina um
himintunglin og víðáttu geimsins. Hann sá þar ótviræðan
vott um almælti guðs og öðlaðist skilning á hinum órjúfan-
legu lögmálum, er stj'ra göngu hinna óteljandi himintungla.
Skáldið hlýddi á ilmþrunginn andvarann og söng fuglanna.
Hann hlustaði á náttúruna, sem »talar ein við sjálfa sig« og
þýddi huliðsmál hennar í hin fegurstu Ijóð.
Heimspekingurinn tók þegar að glíma við hinar ílóknustu
gátur tilverunnar. Hann sá þá betur en nokkru sinni áður,
að allir hlutir eru á hverfanda hveli og að lífið er látlaust
strið og barátta og getur aldrei orðið annað, á meðan menn-
irnir eru menn.
I5egar eitt ár var liðið frá því, er þeir tóku sig út úr
hávaða og glaumi lífsins, kom stjörnufræðingurinn til félaga
sinna og skýrði þeim frá þeim sönnunum, sem hann hafði
fengið fyrir almætti guðs.
Þegar tvö ár voru liðin, skýrði skáldið félögum sínum frá
því, sem hann hafði séð og heyrt, og numið af vörum nátt-
úrunnar. Hann hafði séð og heyrt guð opinberast sér í
fegurð hennar.
Og á þriðja ári skýrði heimspekingurinn félögum sínum
frá þeirri lífsspeki, sem hann hafði þegar öðlast við hugleið-
86