Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 17

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 17
áhrifa og krafta við undirbúningsstarf það, sem vér trúum, að oss hafi verið falið af æðri forsjón. Sjálfsagt hefur hann sjálfur borið sömu von i brjósti, fram undir hið síðasta. Eins og vér öll, þráði hann að sjá von vora rætast, hann þráði að fá að verða i fylgd meistarans þegar hann kæmi aftur til jarðarinnar og gengi um hér mitt á meðal vor mannanna. Þessa þrá sína og von hefur hann í einu sinna fegurstu kvæða orðað þannig: Ó, aö oss veittist hann velkominn bjóða, verða með honum í dýrðlegri för, færa’ honum reykelsi lofsöngva’ og ljóða, lifsgátu vorrar fá ráðning og svör. Þessi von uppfyltist ekki með þeim hætti, sem vér höfðum hugsað oss, en þó getur verið, að hann standi engu fjær þessu takmarki óska sinna nú en áður, við það, að flytjast af þessu tilverustigi yfir á hið næsta. Ekki efasl eg um, að hægt sé að fá að starfa í þjónustu meistarans á margvís- legan hátt, einnig á því stigi, og ég veit að vinur vor muni velja sér það hlutskifti. Mér dettur í hug dæmisaga, sem ég las einu sinni, og er um þetta efni: Meistarinn var kominn til jarðarinnar. Ungir og gamlir þyrptust um hann, hlýddu á kenningar hans og buðu hon- um þjónustu sina. Á meðal þeirra var maður, sem var svo hrumur af elli, að hann gat ekki gengið hjálparlaust. Hann mælti svo: t »Meistari! 1 mörg ár hef ég biðið þín. Ég vildi ekki deyja fyr en ég hefði séð auglil þitt. Nú hef ég séð þig og er sæll, en nú er ég svo gamall, að ég get ekki lengur starf- að fyrir þig og þitt málefni. Tveir vinir mínir biðu þín ásamt mér. þeir þráðu að sjá þig, en dauðinn kom og kallaði þá burtu. Hversu sæll er ég, að ég lifði það að sjá þig.« 15

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.