Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 70
164
Jón Olafsson:
IIÐUNN
var hverju hjúi ætluð 4 marka skál undir vökvun.
þó voru sum þeirra, er sjálf áttu sitt vökvunarílát,
einkum karlmennirnir. Það voru askar úr tré úl-
skornir á stöfum og loki og oftast nafnmerklir. Öll
vökvun (grautar og súpur) var borðuð með horn-
spónum eða liornskeiðum; voru sköftin grafin og
nafn eigandans á með höfðaletri. Sumir áttu spæni
sína sjálfir, en hina lagði heimilið til; þeir voru ekki
nafnmerktir, en eitthvað annað á þá grafið i þess
stað, svo sem: »Guð blessi matinn«, eða því um
iíkt. Miklu minna var þá um heitan miðdegismat,
heldur en nú gerist. Var einalt kaldur matur til
iniðdegisverðar, svo sem soðið saltket, brauð (llat-
brauð eða ofnbrauð), harðíiskur, smjör, kæfa
(stykkjakæfa, sem hér á Suðurlandi er kölluð sinálki),
súr blóðmör eða lifrarpylsa og silthvað fleira, auð-
vitað ekki alt þetta í einu, heldur íleira og færra
eftir atvikum. Hverjum var skamtað á sinn disk, og
var allhaganlega raðað öllu á einn disk, því sem
hverjum var skamtað. Sátu flestir á rúmstokkunum
með disk sinn á hnjánum og álu með sjálfskeiðing-
um. Þó var slórt borð á gólfi á baðstoíuloftinu og
gátu þeir sem vildu sezt þar að með disk sinn.
Hillur voru í baðstofunni bæði uppi og niðri og gat
hver sem vildi geyml þar disk sinn með leifum sín-
um og tekið til þeirra síðar, þegar þá langaði í.
Stundum var til miðdegisverðar spaðgrautur eða
spaðsúpa og þá venjuiega flatbrauðskaka og smjör
með. Á morgnana var venjulega vatnsgraulur og
mjólk (rúgmjölsgrautur eða grjónagrautur) eða þá
skyrhræringur og mjólk og svo harðfiskur, smjör og
brauð. Á kvöldin var oft mjólkurgrautur heitur og mjólk
út á og súr blóðmör með eða þá kaldur grautur og fló-
uð mjólk út á, stundum einhver átmatarbiti með. —
Fyrir föður minn var ætíð dúkur breiddur inni í
liúsi lians og borið á borð að öllu eins og nú er