Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 106
200 Ritsjá. IIÐUNN
sögurnar: Ormarr Örhjgsson og Danska frúin á Iiofi, hvor
1 bindi.
Eg heíi lesið þær allar á dönslai, þessar sögur, og er þar
skemst af að segja, að þær eru prýðis-góðar, liver annari
betri, og þó ber in þriðja, Geslur Eineygði, langt af liinum.
Pað er sígilt (klassiskt) skáldrit, sem vafalaust llýgur um
allan mentaðan heim í þýðingum. Hafa öll útlend blöð
lokið lofsorði á sögurnar, einkum Gest Eineygða (sem
væntanlcga kemur út á izlenzkn næsta ár).
Sem sagt, ég las sögurnar á dönsku. Svo b^'rjaði ég að
lesa 1. söguna (Ormar Orlygsson) á íslenzku(?), en komst
út 19 blaðsíður. Pá gafst ég upp. Pvílikt hrognamál liefir
aldrei verið út geiið og átt að heita íslenzka, siðan »Vina-
gleði«, »Klausturpósturinn« og »Sunnanpósturinn« vóru á
dögum — ekki síðustu 80 árin. Sem sýnishorn málsins set
ég hér orðrétt þessa klausu á 19. bls.
»IIann hafði við sig eitthvað al&ðmandi lijartanlegt, eittlivað ó-
hagganlcga alvíst, scm í sameiningu með einskonar andlegri — að því
er virtist náttúrlegri, en i raun og vcru afvitaðri og uppgerðri - glað-
værð, setti á liann það sem maður mundi kalla egta prestlegan svip.
Uppkembda Ijósgula liárið, yfir Dreiða, hvelfda enninu; skínandi bláu
augun; frjálslega brosið á skegglausa andlitinu — sem þó aldrei leyfði
liinni björtu, óskcikanlegu og jafnframt mildu alvöru þess, sem sýndist
íædd af sannri guðrækni, að liverfa eitt augnablik —; enn fremur hinn
rólegi burður og sjálfráðu hreyfingar stóru, feitu liandanna, sem lirein-
leiki og hvitleiki þeirra gcrðu sitt til að gera aðlaðandi; sterka röddin,
sem fór andagift lians svo vel: og seinast en ekki sizt, svörtu, finu fötin
— i stuttu máli: öll framkoma mannsins — sýndist bera vitni um þá
mannúðlegu vægð, sem, samfara skilningi mannþekkjarans, þeirri sjald-
séðu gáfu, að geta lifað lífinu algert manneskjulega, og þó öðrum til
fyrirmyndar, og ástúðlegum strangleik gagnvart sjálfum sér og öðrum,
skapar þann fædda guðsþjón«.
Er synd til þess aö vita, að þetta gáfaöa skáld skuli
liafa selt frumburðar-rétt sinn fyrir danskar baunir, því aö
dönsku ritar liann vel. Og þaö er hörmung til þess að vita,
að Sigurður Kristjánsson skuli ekki gera það að skilyrði,
að einhver annar en höf. þýði sögur lians og komi þeim
á islenzku. Sigurður finnur þó vel, hvað er íslenzka. J. Úl.
Júnas Jónsson: íslands saga handa börn-
um. Fyrra hefti, 136 bls. Rvik 1915.
Petta er einkennileg bók að því leyti, að hún er óvenju-