Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Page 10
4
Aldahvörf.
IÐUNN
sér einhverja hugmynd um Ijósvakann að líkja
honum við eitthvað annað, sem menn ]>ekkja en
hafa nú gefist upp við pað. Menn vita nú sitthvað
um ljósvakann. Eiginleika hans hafa menn rannsakað
með næmustu tækjum, sem völ er á. Niðurstöður
rannsókna pessara hafa vitrustu menn rökrætt lengi,
en orðið engu nær. Því er nú samhljóöa álit manna,
að eiginleika ljósvakans fái menn alls ekki skilið, [)ó
að takast megi að finna ]>eim tákn og formála. Ljós-
vakinn er eitthvað út af fyrir sig. Hugsun manna ræð-
ur ekki við hanri. Hann er ólíkur öllu öðru í skyn-
heimi mannanna.
Efnið fékk oss vitneskjuna um rúmið, en efnið og
rújmið leiðir tímnnn í ljós fyrir oss. Jörðin er efni.
Hún snýst í rúminu. Þegar hún liefir snúist einu siinni
um möndul sinn, þá teljum vér liðna eina einingu
tíma einn sólarhring.
Þetta þrent: efni, rúm og tími, er efniviður sá, sem
hið vélgenga heimslíkan (mekanikkens verdensbillede)
er gert af. Þetta eru meginsúlur, sem alt báknið hvílirá.
En hvernig er þá stórhýsið reist? Hvaða tæki nota
menn ?
Vér notum fyrst og fnemst skynfæri vor og treystum
þeim. Að vísu eru skynfæri vor ekki örugg og blekkja
oss stundum, hvert fyrir sig, en tæ[)ast þó í samein-
ingu. En menn hafa auk |)eirra merkileg tæki, sem
margfalda næmi skynfæra vorra. Þegar fjarlægð veldur
því, að augu vor sjá ekki, þá er fjarsjánni brugðið
upp til þess að sjá lengra en ella. Sömuleiðis er smá-
sjáin tekin til þess að skygnast iengra en annars niður
í smæddina. Áþekk dæmi má fá um önnur tæki manna
til rannsókna. Skynfæri vor eru að eins tæki, er sálin
skynjar með uimheiminn, og áhöld þau, sem vísinda-