Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Qupperneq 14
8
Aldahvörf.
IÐUNN
vana efni og lífræn efni. Skifting |>essi virðist ijós,
fljótt á að líta, og jretta sýndst sitt hvað. En þegar
menn skygnast djúpt inn í efnið, j)á hverfur munurinn.
Uppistaðan og ívafið í vefinunt öllum er eitt og sama,
þar er ekki ininsti tnunur, en vefnaðurinn er margvís-
legur. Menn rekast hvarvetna á alveg sömu efniseindir
í lífrænum efnum og efnum jieim, er lífvana teljast,
og npjmustu tæki, sem menn eiga völ á, sýna eigi
minsta mun á ljósvakasveiflum i dauðum hlut og lif-
andi líkama.
Þetta hefir, sem vænta má, leitt af sér afar svæsnar
deilur: Ef lög vélgengisins stjórna öllu í lífvana efni,
jxá hljóta líka sömu lög að gilda í efnum lifandi lík-
ama. Þes§ vegna var í dýpsta skilningi enginn munur
á dauðu og lifandi. Alt, sem gerist í lifandi veru, er
jiá bundið órjúfandi lögum orsaka og afleiöinga. Sálin
fellur úr hásæti sínu, en vélgengislögin ósveigjanleg
koma í staðinn. Ég hefi skorið margan mann, á læknir
einn að hafa sagt, en ég hefi hvergi rekist á sálina.
Lifandi líkami er vél. Sérhver hugsun og sérhver
athöfn er J)ví alveg ákveðin fyrir fram, og mundi
verða reiknað út, ef eigi skorti vit til ])ess. Hefði
lifað svo vitur vera, segir Bretinn Huxley, að ])ekkja
alia eiginleika efniseindanna í frumþoku sólkerfis vors,
j>á hefði hún, til dæmis, getað spáð um dýralíf á
Bretlandseyjum nú í dag, með álíka nákvæmni og
vér getum séð, hvað verða muni í úðadropa í andar-
drætti manns á kölduim vetrardegi.
Þeir, sem hafa komist á jressar og j)vílíkar niðurstöð-
ur, hafa valdið hvössum deilum, sem eigi eru til lykta
leiddar enn í dag. Fyrst verður að álykta, að j)ar eð
lífsstarfið alt er bundið ósveigjanlegu orsakalögmáli,
j)á sé frjálsrœdi vUjans sjónhoerfing ein. — Enginn