Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Page 18
12
Aldahvörf.
JÐUNN
víðfrægu afstæðiskenningu, sem nú er tekin gild í
öllu ])vi, sem máli skiftir. Kenning |)essi er áköf árás
á tvær af þremur meginstoðum hins vélgenga heims-
líkans, sem sé: rúm og tírna. Vísindamenn og hedm-
spekingar, sem lifað hafa á undan Einstein, hafa allir
talið rúm og tíma alger (absolut) hugtök — óbreytan-
leg, óháð öllu og út af fyrir sig. Þessi hugsun — að
rúm og tími sé sitt hvað, tvent ólíkt og óskylt — er
svo samtvinnuð eðli manna, að enginn einasti, ekki
einu sinni sjálfir flytjendur afstæðiskenningarinnar,
geta skilið pá hugsun við sig. Bæði í daglegu lífi og
í langflestum vísindalegum athugunum er skekkjan í
því, að líta á rúm og tíma eims og alveg sjálfstæð
hugtök, svo hverfandi lítil, að engu máli skiftir. En
fullyrða má, að aldrei sé þó sá skoðanaháttur aiveg
réttur. Rúm og tími er hvað öðru háð og rennur sam-
an samkvæmt vissum föstum lögum. Þau lög hefir
engum tekist a.ð gera mönnum Ijós og skiljanleg á
sama hátt og Newtonslög. Mönnum veitist engu léttar
að skilja þau, en kenninguna um heilaga þrenningu.
En lögum þessum hefir stærðfræðin komið í búning,
og mönnuim hefir tekist av sanna pnii með nákvæmum
tilraunum. Kenningu þessa hafa menn nefnt afstæðis-
kenningu, og felst í því nafni sú hugsun, að mat
á rúmi og tíma sé undir afstöðu eða atvikum komið.
Timi og rúm í sígildum skilningi manna: hvað um sig
óháð, einstætt og samt við sig, er því eigi til, en í
stað þess er tímarúmið komið öskiljanlegt öllum,
en sannanlegt þó.
. Vegna þess, að rúm og tími eru nú orðin hviku)
hugtök, hafa margir ályktað, að ailt sé á hverfanda
hveli, alt sé afstætt (relativt), en eigi þarf að vera svo.
EöLisvísindin nýju komast eigi af með Jjrívíða rúmið,