Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Síða 24
18
Aldahvörf.
IÐUNN
þess. Þetta getur oss skilist, en vélgengið orsakabund-
ið heldur þó velli.
Fyrst hugðu menn að komast maetti þessa leið, en
það hefir eigi tekist — af þremur ástæðum:
1 fyrsta lagi vegna þess, að sveiflunum í vakanum
geta menn alls ekki kynst. Fundist hafa eðlislög —
svo nefnd óvissulög, kend við Heissenberg - sem
banna það. Lög þau setja takmark rannsóknum manna
inn á við í smáheiminn.
í öðru iagi geta menn ekki skilið efniseindina — eða
sveiflurnar í efniseindinni — i þrivíða rúminu. Eina
einstaka rafeind má takast að skilja, en koini fleiri en
ein rafeind í efniseind, þá krefst hver rafeind þriggja
víðerna. Tveggja rafeinda efniseind krefst því 6 víð-
erna. Fjölgar þannig víðernum við hverja rafeind, og
hvar eru þau? Öll hugtök, sem hafa verið talin tii
hymingarsteina tilveru \wrar, svo sem afl, efni, orka
og efnismagn, leysast nú upp í sveiflur, en sveiflur
þessar verða hvorki. skýrðar né skildar. Að eins f jögur
ár eru síðan eðlislög heimsins voru látin taka til
stæröa, sem allir töldu hlutrænar og öilum ljósar.
Nú er ekki lengur svo. Eðlislögin öll eru í dýpsta
skilningi sprottin upp í dularefni því, sem fyllir allan
himingeiminn, en þau verða einungis þýdd með tákn-
um. Veruleikann á bak við táknin geta menn aklrei
sett sér fyrir sjónir eða skilið til hlítar.
1 þriðja lagi eru eðlislög þau, sem gilda í nýju efn-
iseindinni, ekki orsakabundin lög í strangasta skiln-
ingi, líkt og í gömlu efniseindinni. Svo lítur út, sem
rafeindirnar hafi frelsi nokkurt. I^að verður eigi fyrir
fram vitað, hvað verða skal, eins og í himingeimnum.
Að eins má vita, hvað sennilegt sé og gildi að jafn-
aði. Lifi menn í þjóðfélagi sæmálega öruggu lífi, þá