Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Qupperneq 25
IÐUNN
Aldahvörf.
19
má draga út hagræn lög, sem gilda því betur, sem
þjóðfélag er stærra. Þess háttar lög eru sveigjanleg.
Þau hafa að eins áætlað gildi og samþýðast frjálsum
vilja þegnanna. Þvílík eru eðlisilögin nýju í tilværu
vorri. Þau eru einungis hagræn (statistiske) og segja
fyrir í meðaltöluim, hverju megi búast við í vakanum
í rúminu.
En getur þá ekki einmitt það, sem fram fer í vak-
anum og enginn nær tökum á, verið örlögum háð
ósveigjanl-egum og órjúfanlegum? Er ekki vélgengið
að eins flutt úr stað? Eigi að leysa úr þessu, verður
aðstaða vor svipuð og í viðfangsefninu: hraði jarðar í
ljósvakanum. Hver er hann? Hann er enginn. Ljósvak-
inn er svo mjög hafinn yfir alt, sem skynja má, að
hraði efnis í ljósvakanum er fjarstæða ein. Þessu líkt
má brjóta heilann um óskeikul eðlislög í vakanum.
Þau lög eru ekki til. Dularefni þetta er handan við
alt, sem skynjun og hugsun getur náð, og hugsmíð
öll um órjúfanleg eðlislög í heiminum þeim er fjarri
sanni. Þriggja víðerna rúmið nægir eigi til þess aö
skilja megi það, sem þar á sér upptök.
Þröun og hnignun efnisins í heila vorum, samhliða
þróun andans og hnignun hans, svo sem áður er lýst,
birtist nú í nýju Ijósi.
Sú var gamla kenningin, að efni heilans rynnu öll
aö eins eina þróunarbraut, og aö vitundin kæmist ekki
hjá því, að renna henni samhliða. Nýja kenningin
•e:ðir aftur í Ijós margar brautir til þróunar, og
mwlinn kæmist [)á margar leiðir, þótt kenningin um
saihhliða þróun sé tekin gild,- Liggur þá ekkert nær
en aö telja þankann eða andann hið upphaflega, setn
stillir þróun þá, er vefir heilans kunna að taka. Er
I)a fengin önnur kenning um samhliða þróun sálar og