Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Qupperneq 31
IÐUNN
Islenzk kirkja og trúarhrögð.
25
trúmálasviði hafa menn tamið sér annað fremur en að
hugsa skýrt. En skýrleiki: í hugsun er höfuðskilyrði
þess, að hugmyndaheiti fái ákveðna og skarpa rnerk-
ingu. Af ritsmíðum út af „Strauma“-grein minni hefi ég
orðiið |)Css var, að fyrir fjölda manna lendir alt í einni
kássu: trúarbrögð, trú, trúhneigð, kristindómur, kirkja,
prestar, og virðist mér, að prestar standi ekkert að
baki óbreyttum leikmönnum í peirri grautargerð.
f Straumagrein minni fer ég svofeldum orðum uim
trúarbrögðin: „Kenningar peirra hafa ekki verið neitt
annað en fyrirfram ákveðnar skoðanir. Trúarbrögðin
eru ekkert annað en fastmótað, ákveðið kenningakerfi
og helgisiðir, sem ganga kynslóð fram af kynslóð
sem óskeikul og færandi að höndum hið eina nauðsyn-
lega. Trúarbrögðin heimta hlýðni og skilyrðislausa
undirgefni við utan að komandi drottinvald. Þau eru
i insta eðli sínu höft á rannsóknarfrelsi manna.viðjar
á athugunargáfu peirra. Þau færa boðskap, sem alls
ekki er gert ráð fyrir að menn skilji „í pessu lífi".
Þau eru fjandsamleg öllum heilabrotum og sjálfstæðri
hugsun. „Sannindin", sem pau flytja, eru „duiarfull".
Þau gefa lausn á vandamálum lífsins í eitt skifti fyrir
öll, svo að aldrei frarnar parf að brjóta heilann um
Þau, og allar nýjar hugmyndir og nýjar uppgötvanir
skoða pau sem fjandskap við sig. Nýir menningar-
straumar haia aldrei gengið yfir með hjálp trúar-
hragða, heldur Jirátt fyrir mótspyrnu peirra. Því aö
insta eðli trúarbragða er meðvitundin um pað, að þau
húi yfir öllum peiim sannindum, sem mönnunum er
leyfilegt að þekkja, og séu óskeikul i hvívetna."
(Straumar, 4. árg., blsL 94.)
Einn af prestum landsins skrifar í Prestafélagsritið
um þessa skýrgreiningu mína og kallar „dýrmætasta