Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Qupperneq 32
26
Islenzk kirkja og trúarbrögð.
iðunn
sannleika" sinn til vitnis um, að hún sé fáránleg
skrípamynd, hneyksli og öfgar. En því rækilegar, sem
ég íhuga málið, og því meir, sem óg hefi um [)að rætt
í einkaviðræðum, því sannfærðari verð ég um það, að
skýrgreining þessi muni rétt vera. Flestir, sem nokkra
grein gera sér þessa máls, líta svo á, að ég noti orðið
trúarbrögð í of þröngri merkingu. Þeir segja, að einn
þáttur trúarbragðanna og sá, er sizt megi gleymast
— sé trúarhrifni og tilbeiðsla. En sú tilfinning getuT
ekki talist einn þáttur trúarbragða. Það veltur mjög á
tvennu um það, í hvaða afstöðu hún er til trúarbragö-
anna. Stundum er hún í samstarfi við þau, en hitt kem-
ur engu síður fyrir, að hún sé í hreinni andstöðu.
Þessi tilfinning, sem alment er nefnd trúartilfinning
og lýsir sér í tilbeiðslujrrá, hrifni og lotningu, kemur
fram á ýmsum sviðum og í ýmsum myndum í andlegu
lífi mannanna. Hún gerir vart við sig hjá barninu, sem
heldur á kertinu sínu, syngur jólasöngva eða hlustar á
fagra æfintýiið um það, þegar meistarinn fæddist. í
brjósti náttúrubamsins vaknar hún í skauti vormorg-
unsins eða hljóða og hátignarfulla haustkvöldsins. Hún
birtist í eldmóði hugsjónamannsins og hrifningu lista-
mannsins frammi fyrir hugmynd sinni. Fagur söngur og
hljóðfærasláttur, reykelsisilmur, listaverk í litum og
bókmentum vekja hana í brjóstum manna. Hún kemur
fram í djúpri íhugun um hin huldu rök lífsins. Og
ekki sízt kemur þessi tilfinning fram í ást manns og
konu. Ég minnist [>ess að hafa lesið danska smásögu,
er heitir Sigrid, o-g lýsir hún prýðisvel, hve náið er
samband ástartilfinninganna og tilfinningar hins trúaða
gagnvart átrúnaðargoði sínu. Sigríður er heittrúuð mær
og hefir heitið því að helga Jesú alt sitt líf. Hún kynn-
ist unguin manni, sem hún verður ástfangin af. Og [>á