Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Qupperneq 43
IÐUNN
íslenzk kirkja og trúarbrögð.
37
arinnar, Matthíasi Jochumssyni, |)á er litið svo á málið
af yflrvöldum kirkjunnar, að ekki megi við því t>egja.
Þar var þó ekki um neina heilaga vandlætingu að ræða.
Biskup inti af hendi skyldustarf, sjálfsagt fremur ó-
geðfelt, pegar hann gaf skáldinu áminningu. Hann
leit á pað, að kirkjan var trúarbragðastofnun, og pess
vegna bar skylda til að hafast eitthvað að, pegar ráðist
var á viðurkendar kenningar hermar. Á málinu var
tekið með sTilkivöttum. Kirkjan kom sér ekki að því að
reka mesta andans mann þjóðarinnar úr þjónustu sinni,
en bar til þess skylda sem trúarbragðastofnun. Þá
skarst löggjafarvaldið í leikinn, og sérstök fjárupphæð
var samþykt sem lífeyrir handa þjóðskáldinu. En heim-
urinn sagði, að á bak viö tjöldin hefði verið samið við
skáldið — að gegn þessum launum kæmi það, að hann
segði af sér prestsskap. Með öðrum oröum: Þjóðin
er svo frjálslynd og kirkjan svo víðsýn, að það getur
ekki komið til mála að rífa hempuna af mesta andans
manni þjóðarinnar. En hins vegar er það skylda trúar-
bragðafélagsins að hafa ekkií þjónustu sinni mann, sem
opinberlega lýsir andstöðu sinni gegn viðurkendum
kenningum, og til að samræma þetta tvent þurfti laun-
makk bak við tjöldin.
En þetta er eina mótstaðan, sem kirkjuvöldin veita.
Þegar Jón prófessor Helgason og samherjar hans
höggva á eina meginstoö kristindómsins af annari —-
óskedkulleik ritningarinnar, friðþægingarkenninguna, ein-
getnaðarkenninguna, trúarjátninguna, helvítiskenminguna
þá hlustar mikill htuti þjóðarinnar hugfanginn, og
kirkjuvöldin hafast ekkert að. Og þegar næst losnar
biskupsembættið, þá er merkisberi niðurrifskenninganna
settur á stólinn. Og val það var fyrst og fremst bygt á
því, að hann var talinn mestur fræðiimaður í íslenzkri