Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Blaðsíða 61
IÐUNN
Hvað veldur kreppunni?
55
komast niður á sama stig og í Evrópu. Töp pau, sem
yfirstandandi viðskiftakreppa hefir valdið að þessu,
myndu hverfa eins og fis í samanburði við þaö regin-
hrun, sem dynja inyndi yfir heiminn, ef hinum raun-
verulegu vinnulaunum í Bandaríkjunum ætti að þrýsta
niður á sama stig og þau standa á hér í Evrópu.
Því miöur eru takmörk fyrir því, hve miklu hærri
vinnulaunin geta verið í einu landi en öðru, án þess
að af því leiði stöðvun útflutnings og fyr eða síðat:
lömur. atvinnulifsins í þvi landi, þar sem þau eru hæst.
Á þessu hafa Norðmenn fengið að kenna á seinni árum.
Þar eru ýmsar atvinnugreinir stórlamaðar vegna þess,
aö í Svíþjóð og Finnlandi eru vinnulaun miklu lægri
en í Noregi. Ef ekki væri sú bót i máli, að hátt kaup
eykur að jafnaði afköst verkamannanna, myndu vinnu-
launin í einu landi varla geta haldist verulegum mun
hærri en i öðru, nerna því að eins, að landið — eins
og Bandaríkin, en ekki Noregur sé svo auðugt og
sjálfu sér nóg, að það geti verndaö atvinnulíf sitt gegn
samkeppni kauplægri landa með háum tollmúrum.
Það leiðir af því, sem sagt er hér að framan, aö
hreyfing í þá átt að hæklui vinnulaunin, og með því
auka almenna velmegun, verður að vera samþjóðleg
(internasjonal). Þjóðabandalagið ætti að taka að sér
forustu þessa máls. Með stofnun alþjóðabankans hefir
Bandalagið þegar stigið spor í þá átt að greiða fyrir
keimsviðskiftunum. Vonandi kemur sá tími, að Þjóða-
bandalagið beiti áhrifaþunga sínum gegn þjóðum, sem
gerast dragbitir á hagsældarviðleitni mannkynsins með
því aö halda vinnulaununum niðri, meira eða minna að
ástæöulausu. Eins og nú er ástatt hér í Evrópu, ætti að
beina slíkri áskorun fyrst og fremst að Frökkum og
Svíum. Báðar þessar þjóðir búa nú við sérstaklega hag-