Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Síða 70
64
Góðir grannar.
IÐUNN
En út af hverju varstu |)á aö skammast? spurði
Lárus.
— Það varst J)ú, sem kallaðir mig mannhuncl og öðr-
um ónöfnum, svo skammirnar voru nú á Jrína hlið.—
Viltu súpa á flöskunni eða viltu pað ekki?
Nú var andlitið á Lárusi orðið að einu ánægjubrosi.
Hrukkurnar, sem fátæktin og sulturinn höfðu rist á Jrað,
jöfnuðust út. Reiðin var gleymd. Hann tók við flöskunni
eins og aldraður faðir myndi taka við frumburði sín-
utn. Hann horfði á hana hugfanginn, Jrað duldist
ekki, að í hans augum var fegurð hennar alveg dásam-
leg, svo að yfir gekk allan skilning.
Hann purkaði glæran dropa af nefbroddinum nieð
'hægri treyjuerminni. Þar var ermin beingödduð á bletti,
J)ví að jætta var auðvitað snýtuklúturinn hans. I augu
Jressa kúgaða, útslitna vinnupræls voru alt í einu kom-
in leiftur af gleöi lífsins.
Svo saup hann á.
Andrés Ólason mændi á eftir flöskunni eins og veiði-
hundur á eftir matarbita, pegar etið er úr mal úti í
skógi. Svo kom röðin að honum. Þegar hann var búinn
að súpa á, sagði hann:
Heyrðu Lassi! Þú værir nú kannske vís til að
hjálpa mér með lítilræði?
Já, pað máttu rota pig upp á . . . Og hvað ætti
pað svo sem að vera?
Jú, pú veizt nú hvernig pað er með kerlinguna
mína. Aldrei getur rnaður gert sér glaðan dag fyrir
sína eigin peninga. Ekki að tala um að inaður geti flutt
heim kagga . . . skilurðu? . . , fyrir henni. Og nú er ég
nýbúinn að selja hlutafélaginu skógarteig . . .
Já, kerlingin pin, Andrés - sú kúskar pig nú illi-
lega stundum.