Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Blaðsíða 75
iðunn Góðir grannar. 69
af stað niður eftir bygðinni til sveitar-kaupmanns,
sem seldi Kölnarvatn. Par keypti hann, fyrir peninga
Andrésar Ólasonar, tuttugu og fimm flöskur af nefndu
ilmvatni.
Daginn eftir kom skógarhöggsmaður frá annari búð
akandi fullri ferð niður skógarveginn og fram til bæjar-
ins. Hann hafði átt erindi til skógarbúðar Andrésar
Ólasonar og hafði fljótlega komist að raun um, að hér
þurfti bráðra aðgerða við hann varð á stundinni að
ná i lækni handa mönnunum, sem lágu í búðinni, nær
dauða en lífi. Honum hafði líka flogið í hug að sækja
prestinn, en það varð nú heldur að bíða.
Jú — læknirinn kom og náði skógarbúðinni um mió-
nætti. Hann gat bjargað sjúklingunum á einn eöa annan
hátt, svo að þeim var lífs von, og í býtið um morgun-
inn kom hann til bæja meö kátlega, lest í eftirdragi.
Röðin var svona: Fyrst læknirinn í úlfhéðni miklum á
kerrusleða. Næstur honum, á langsleða, Andrés Ólason.
sveipaður í loðkápu úr hundsskinni og með stóra Lapira-
skó á fótum. Að öðru leyti var hann bundinn ofan á
sleðann, svo að hann skyldi ekki velta út af, enda þótt
Brúnka væri hin stiltasta og vön skógarvegum. Á þriðja
farartækinu í röðinni lá Lárus Pétursson, innpakkaður
í sauðskinnsfeld og bundinn með gömJum aktaumum.
Fyrir sleða hans gekk norski hesturinn, sem keyptur
hafði verið í Árseli. Aldrei hafði Lárus ekið inn í
|)orpið með annari eins viðhöfn eða með svo fríðu
föruneyti.
Síðastir komu vinnumennirnir hans Andrésar. Peir
höfðu líka verið illa leiknir, en gátu þó setið hjálpar-
faust á sleðanum, innan um meisa, bakpoka og annað
skran. Tveir skógarhöggsmenn stjómuðu lestinni.
Söguhetjurnar virtust vera þunnar í roðinu. Timbur-