Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Side 78
72
Qöðir grannar.
IÖUNN'
á staupaþingunum gat ekkert framhald orðið. Nú komu
aðrir dagar en þegar Andrés lá í bólinu á hverjum
morgni og var brúðgumi og fékk kaffitár hjá Lárusi
Péturssyni. Nú voru þeir vísa á hvers manns vörum í
þorpinu, og allra augu hvíldu á þeim, ef þeir gerðu
minstu tilraun að ná saman.
Það er auðskilið mál, að þeir áttu ekki sjö dagana
sæla.
Að vísu varð Andrési stundum litið þangað, sem Lár-
us Pétursson hafði fjalhöggið sitt þar var nú auðn
og tóm og Lárus ráfaði um og þráði samfundi við
Andrés Ólason. En það gilti einu, hvorn þeirra freisting-
in sótti heim: hann hafði alt af bálvonda kerlingu í
hælunum. Nú er þaÖ svo í sumum sveitaþorpum, að
slúðrið er eins konar opinber félagsstofnun, sem allir
bera íyrir brjósti. Tveir vinir, sem hafa átt mikiö sam-
an að sælda, hittast ekki nokkrar vikur og þegar sá
tími er liðinn, kæra þeir sig ekki um að hittast, nema
ef vera skyldi í þeim lofsverða tilgangi að gefa hvor
öðrúm á svínskjammann svo kallaðan. Þá hefir áður
nefnd félagsstofnun verið að verki. Og svona gekk það
til í þessari sögu.
Lárus Pétursson átti erfiða daga. Þegar þorjisbúar og
aðrir í því bygðarlagi báru sig saman við þá Andrés
og Lárus, fanst þeirn, að þeir sjálfir vera alveg sérstak-
lega heiðvirðir — nærri því helgir menn. Það er hlúð
vel að þess háttar kendum, sem eru nýjar og fágætar;
þær ná vexti og viðgangi, en æfinlega á kostnað ein-
hverra breyzkra bræðra. En þegar stjaka skal við ein-
hverjum, þá vita menn að það er auðveldara og á-
hættuminna að láta það koma niður á fátækum en rík-
um. Það er því öruggast að ráðast á aumingjann, ef
vandlætingin þarf út að viðra sig.