Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Blaðsíða 79
IÐUNN
Góðir grannar.
73
Það varð matarlaust í kofanum hans Lárusar, og
hann fékk ekki vinnu í sveitinni. Bændumir hreyttu í
hann ónotum, ef hann bað þá að hjálpa sér um þetta
og aftur ónotum, ef hann bað þá að hjálpa sér um hitt.
Orðstírinn gengur á undan manninum, og Kölnarvatns-
sagan gekk á undan Lárusi. Væri hann heima, skamm-
aði kerlingin hann, i þorpinu skömmuðu bændurnir
hann, á þjóðvegunum gerðu gráu hundarnir bændanna
— feitir og pattaralegir — aðsúg að honum.
Enginn skammaði Andrés; hann var ekki fátæklingur.
Parna voru nú launin fyrir að gera honum greiða, þess-
um Andrési. Þökk fyrir hjálpina, Lárus — var það ekki
svo, að þú dyttir í lukkupottinn ?
Geirþrúöur Dea vissi engin sköpuð ráð með mat-
björgina. Allar matmæður neituðu um hjálp, og nú varð
hún að senda einn krakkann til hennar Grétu Katrínar
hans Andrésar, hversu þungt sem henni féll það.
Hún bað um mjólk í könnu — undanrennu af allra
bláustu tegund. En barnið kom aftur eins og byssu-
brent, eftir fimm minútur; Hún var óttalega hvít í fram-
an, og hún bað mig að sldla kveðju með þökk fyrir síð-
ast — og þið gætuð haft brennivin út á grautinn, ef þið
vilduö ekki eta hann óbættan.
Þá snýtti Geirþrúður Dea sér í fingurna og hárreytti
bónda sinn. — Fjandinn hafi það alt, sagði hún stilli-
lega og barði i borðið og þú hefir verið að gefa
Andrési Ólasyni út í kaffið hálfan veturinn!
Lassi laumaðist út. Við húshornið rakst hann alveg
óvart á Andrés. Aldrei hafði hann verið eins líkur
ref eins og nú.
— Veiztu hver á skóginn þarna? Það var Andrés.
sem spurði.
— Er það ekki skógurinn þinn?