Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Side 80
74
Qóðir grannar.
ÍÐUNN
Jú, þeir segja það. . . . En það er ekki vert, að
þú leggir leiðir þínar þangað . . . til vmarkmipa . . . í
minni tíð . . . ég þekki svínin mín á göngulaginu . . .
og bullurnar þinar segja svo inn í sjöunda helv... eftir,
ef mér leyfist að segja mina meiningu um þær. Er það
ekki satt — ha?
Að svo mæltu sneri hann við og fór, en Lárus stóð
þarna eins og fábjáni og starði á eftir honum góða
stund, áður en hann skildi upp eða niður.
f>að, sem bærðist innra með honum, var nokkuð ó-
ijóst, en ánægjukendir voru það ekki.
Hann stóð j)arna á bak við húshornið og tautaði fyrir
munni sér, — um leið og hann lyfti upp svuntuskinninu
öðrum megin:
Nei, ekki skal ég gefa bændurn í staupinu framar
. . . á morgnana . . . sem ég hef nú eiginlega aldrei
gert heldur . . . því það hef ég ekki . . . ef maður á
að vera hreinskilinn. Fyrirhöfnin var nú ekki svo ýkja
mikil, en þakklætið er líka naumt úti látið . . . af 'þaikk-
læti að vera. — Jú, þökk fyrir hjálpina, Lárus Péturs-
son! Hérna hefirðu launin: Gréta Katrín er reið við þig
. . . og Geirþrúður Dea er reið við þig . . . og krakk-
arnir eru reiðir við þig . . . og þorpið er reitt við þig
. . . og öll sveitin er reið við þig . . . og Andrés Ólason
er reiður við þig . . . og þú ert reiður við þig sjálfur.
— Svei attan!
Hann spýtti um tönn og horfði með íhygli á eftir
hrákanum, svo staulaðist hann inn og lagðist upp í
slagbekkinn, enda þótt nú væri hábjartur dagur.
(Lauslega þýtt.)