Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Blaðsíða 86
80
Aldurinn hennar Stínu.
IÐUNN
átt hjá mér fyrir þvotta, og væri bezt a'ö gera það upp
núna.“
Stína tók ílátin af borðinu og fór með þau fram fyrir.
Sigríður opnaði borðskúffuna og tók þar upp örlitla
minnisbók. Hún blaðaði í henni um stund og sagði svo
til um vinnu-upphæðina.
Mismunurinn var sex krónur. „Mér þætti vænst um,
ef þú gætir klárað það núna,“ sagði mjólkursalinn og
brosti vinalega. „Mér liggur á aurum núna, eins og
reyndar æfinlega."
Ekkjan opnaði bókina á öðrum stað og tók þar finnn
króna seðil, sem lá á milli blaðanna. Það var hennar
eini peningur. Hún lagði hann á borðið og setti bókina
niður í skúffuna.
Hún hugsaði sig um andartak og strauk hendinni yfir
ennið. Svo stóð hún á fætur, tók handtösku dóttur
sinnar, sem hékk þar á þilinu, og opnaði hana. i mið-
hólfinu var ein króna.
Hún hugsaði sig um aftur og beit á vörina, svo tók
hún krónuna og rétti mjólkursalanum.
Hann stóð á fætur, þakkaði fyrir viðskiftin og bauð
góða nótt.
Ekkjan settist niður og studdi hönd undir Idnn. Stína
kom inn í herbergið og leit á klukkuna. Hún var að
verða átta. Stína tók kápuna sína og smeygði sér í
hana og lét á sig hattinn.
Hún opnaði handtöskuna, leit í spegil, sem var innan
í lokinu, og hagræddi vitund lokkunum, sem liðuðu sig
niður fyrir framan eyrun.
„Ætlarðu að fara út í kvöld, Stína mín?“ spurði
Sigrí'ður.
„Já! hvað er um það?“ anzaði Stína óþoLinmóölega,