Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Qupperneq 87
IÐUNN
Alclurinn hennar Stínu.
81
og var auöheyrt á rómnum, að hún hafði jrurft að svara
þessari spurningu áður.
„Ég hélt J>ú myndir verða heima í kvöld, af því það
er afmælið mitt,“ hélt Sigríður áfram. „Læknirinn sagði
lika í haust, þegar þú lást, að þér mætti ekki verða
kalt, þegar þú kæmir á fætur."
„Það er ekkert kalt,“ anzaði Stína. Hún færði sig
fram að hurðinni og bretti upp kápukraganum.
„Svo freistaðist ég til að taka krónuna þína þarna úr
töskunni til að borga mjólkina með,“ sagði Sigríður og
lækkaði róminn.
„Þú áttir ekkert með það,“ sagði Stína, og hljóp roði
yfir hið föla andlit hennar.
„Ég vissi það, en ég hélt, að þú myndir lána mér
hana til þessara þarfa.“
„Ég átti þessa krónu sjálf, og þér kom hún ekk-
ert við," sagði Stína. Augun tindruðu. Hún reigöi höf-
uðið aftur á bak og stappaði fætinum í gólfið. Svo
snerist hún á hæli og snaraðist ut úr herberginu.
Ekkjan setti hendurnar fyrir andlit sér og sat þannig
nokkra stund. Tárin hrundu hljóðlega niður kinnarnar
og niður í lófana, en enginn veit hvað hún hugsaði.
Svo stóð hún á fætur, þurkaði sér í framan og fór
aö taka til í herberginu.
En alt í ein.u gáði hún að því, að Pétur litli var horf-
inn. Hvaö gat hafa orðið af barninu? Hún þaut fram
á ganginn og spurði eftir honum í hinum íbúðunum.
Hann hafði ekki komið þar, en einhver hafði séð
hann hlaupa niður stigann og út fyrir stundu síðan.
„Hvað skyldi drengurinn hafa ætlað sér? Skyldi
hann hafa farið að betla sér út aura til að komast á
bíóið? Eða skyldi hann hafa ætlað að . . .?“ Sigríður
Iðunn XV.
6