Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Page 89
IÐUNN
Aldurinn hennar Stínu.
83
Tárin komu á ný fram í augun á Pétri. „Mig langar
svo mikið,“ sagði hann og lagði handlegginn um háls
móður sinnar. „Þegar f»ú ert orðinn stór og getur sjálf-
ur unniö þér fyrir peningum, f>á máttu fara, en fyr
ekki,“ sagði móðir hans. „En það er svo langt þangað
til,“ sagði Pétur og kipptist til af ekkanum. „Viðskulum
ekki tala um það núna,“ sagði móðir hans. „Sástu
margt fólk þarna?“ spurði hún svo, eins og utan við
sig og starði inn í ofninn. „Já, voðalega margt," sagði
Pétur, og nú stækkuðu bláu augun hans að mun. „Ég
sá barnakennarann með alla krakkana sína; ég rétti
honum hendina og bað hann að gefa mér aura, en hann
heyrði víst ekki til mín.“
„Það var gott,“ sagði Sigríður. „En sástu ekki systur
þína?“ spurði hún svo.
„Jú. Hún fór þar inn nneð manninum, sem kom hérna
í forstofuna í morgun og fékk henni krónuna, sem þú
tókst. Ég var í feluleik með Dodda og stóð undir
frakka, sem hékk þar á snaga. Hann sagöi að það bæri
minna á því, ef hún keypti miðann sjálf. Hún sá mig
og sagði mér að skammast heinn, og þá fór ég að
skæla,“ og tárin rumnu niður kinnar Péturs litla, þegar
hann sagði frá þessu.
Móðir hans þurkaði tárin með lófanum. „Sástu
fleiri ?“ „Ég sá prestinn. Hann fór þarna inn rétt á eftir
Stínu. Hann horfði á mig sem snöggvast, og ég er viss
um, að hann ætlar að gefa mér aura á morgun, ef ég
verð þarna aftur.“
„Þú mátt ekki fara þangað aftur,“ sagði móðir hans
og vafði hann að sér. „Þaö er rniklu betra fyrir þig
að vera hér heima hjá mér. Ég skal kenna þér sálma
og bænir og vers, sem amma mín kendi mér, þegiar ég
var litil."