Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Síða 94
88
Bækur 1930.
IÐUNNí
göfgi. Þeir fara villir vegar, „sem lialda að takmark lífsins
sé að liokra yfir rollum".
Höf. yrkir ekki alt af jafn-vel. Kvæðin eru öll ort á fá-
um mánuðum, sennilega í hjáverkum frá öðrum störfum.
Það hefir Jiví ekki verið timi til að liggja yfir og slípa
hverja línu. Ef til vill hefðu mörg peirra unnið við það
að geymast lengur og fágast betur. En sennilega er höf.
það ekkert aðalatriði að fá kvæðum sínum fullkomið form
frá sjónarmiði fagurfræðinnar. Hann á fyrst og fremst eitt-
hvert erindi með þeim, og sé lionum heiður fyrir það. Eigi
að síður er margt snjallra kvæða í bókinni. Sem sýnishorn
er hér sett upphaf kvæðisins „Skútukarlar":
Á föxum fyssandi sjóa
út Faxaflóa
skríður skúta frá strönd.
— Skúrir fara um lönd.
Mjóslegnir máfar hlakka.
Undir múrgráum hakka
mætast himinn og haf.
Hlíðar síga i kaf.
Á þiljum er þyrping af drengjum.
— Þýtur í strengjum.
Svarra gusur senn
um sjóklædda menn.
Þeir eru gamlir og gráir,
gneypir og háir,
með sigg um saltstokkna hönd
eftir sveðjur og bönd.
Það hefir verið sagt um þessa bók, að hún niarkaði nýja
stefnu í íslenzkri ljóðagerð og myndi sennilega skapa wýj-
an skóla. Bókin er að sumu leyti nýtt iandnáni' í bókment-
um okkar, og stefnu markar hún; það hefir ekki verið gert
greinilegar í ljóðabók, síðan Þorsteinn sendi út fyrstu út-
gáfuna af „Þyrnum", án þess að ég ætli að jafna þessuni
tveim bókum saman. Hvort hún skapar skóla, leiðir tíminn
í ljós, en ekki myndi ég harma það, þótt svo yrði. Friskari
ljóð hafa ekki verið kveðin hér á landi á seinni áruin.