Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Qupperneq 97
'IÐUNN
Bækur 1930.
91
bókn’.entamarkaði, ef litið er út fyrir landsteinana. Bókin
hefir hneykslað ýmsa, og í blöðunum hefir gefið að lesa
hverja árásina annari fáránlegri. En lítið mark mun höf.
taka á væli þeirra velluspóa, ef pað nær pá eyrum lians.
Það er eitthvað grátbroslegt við pá menn, sem „fá spennu"
(orðtakið er lán frá Stephani G.) af hverju djarfyrði eða
jafnvel hverju jiankastriki í skáldskap. — Annars er vert
að hafa pað hugfast, að bók Kambans er að eins fyrsti
hluti ritverks pess, er liann hefir í smíðum, en verkið alt
mun eiga að verða 3—4 bindi. Er pvi naumast hægt að
kveða upp yfir pví dóm, er á viti sé bygður, að svo stöddu.
En ástæða er til að ætla, að Karnban sé parna að ska]>a
verk, er muni sóma sér vel í íslenzkum bókmentum.
Áður hefir verið getið bóka þeirra Dauíðs Þorualdssonar
■og Halldórs Stefánssonar. Þeir eru báðir nýgræðingar og
að miklu leyti óráðnar gátur. Davíð hefir að vísu þegar
gefið út tvær bækur, en ekki fæ ég séð, að seinni bók
hans standi að neinu framar þeirri fyrri eða gefi ákveðnari
bendingu um, hvers frá honum megi vænta í framtíöinni.
Þriðji nýliðinn i þessum hóp er Indríði Indriðason frá
Fjalli. Hann sendir út litla bók, er liann nefnir ö /■ l ö g.
Eru pað sex smásögur og sumar pó að eins örstutt og ó-
merkileg riss. Um þenna höf. er svipað að segja og hina
tvo, að varlegast inun að spá engu um framtíð hans. Á
sögunum er ekki lítill viðvaningsbragur, stíllinn er heldur
próttlítill og fremur lausum tökum tekið á efnunum. Þó
bregður fyrir í stærri sögunum leiftrum, sem virðast benda
á, að hann búi yfir nokkurri pekkingu og skilningi á mönn-
unum, en pau eigindi eru sagnaskáldinu hvað mikilsverðust.
Siðasta og lengsta sagan — „Sigur“ hefir orðið hrapalleg
hneykslunarhella einum geðvondum ritdómara, sem líklega
hefir haft móralska timburmenn, pegar hann settist við
skrifborðið. Ég veit ekki, hver þessi ritdómari er, því hann
hafði breitt yfir nafn og númer, en ég sé enga ástæðu til
að taka undir með honum. Einmitt í þessari sögu — og
einni eða tveimur öðrum — hrökkva neistar úr afli lærl-
ings, sem gæti vel orðið listasmiður. Eigi heldur hirði ég
um að fjargviðrast út af nokkrum þankastrikum, sem peim,
er minst hafa á bókina, hefir orðið einna tíðræddast uin
— án þess þó að ég vilji liggja undir pví ámæli, að ég