Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Side 99

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Side 99
IÐUNN Bækur 1930. 93 ustu ára og komandi. — Páll Sveinsson mentaskólakennari hefir þýtt söguna, og má gera ráð fyrir, að þýðingin sé ná- kvæm og rétt, er svo lærður maður hefir um hana fjallað, en dálítið virðist hún „akademisk" og stirð í vöfunum á köflum. Önnur bók, er Menningarsjóður gaf út á síðasta ári og helzt verður að telja til skáldrita, er Vestan u m haf — heljarmikið rit, um 800 bls. í stóru broti. Er það eins konar sýnisbók eða úrvai þess, er á islenzku hefir verið ritað vestan hafs. Úrvaliö hafa gert þeir Einar H. Kvaran og Gudm. Finhbogason. Hafa þeir og ritað formála að bók- inni og mjög læsilegan inngang. Eru þarna leiddir fram á sjónarsviðið eigi færri en 36 höfundar, lesandanum sýnt framan í þá alla og sagt frá helztu æfiatriðum þeirra. En efnið er hið fjölbreyttasta: ljóð, leikrit, sögur og kvæði. t bók þessari kennir náttúrlega margra grasa og mis- jafnra. Ekki er þar alt jafn-gott, síður en svo. En það skal sagt bókinni og þeim, er að henni standa, til hróss, að snjöllustu og skemtilegustu höfundarnir eru þar rúm- frekastir — menn eins og Stephan G. Stephansson, Jóh. Magnús Bjarnason, Þorsteinn Þ. Þorsteinsson o. fl. En það, sem vakti mér óvæntan fögnuð við Iestur þessarar bókar, voru sögukaflar þeir og ritgerðir eftir Stephan G., sem góðu heilli hefir verið tekið upp í bókina. Ste])han er al- kunnur hér heima af ljóðum sinum, en fáir munu þekkja það, sem eftir hann liggur í óbundnu máli, enda mun það minna að vöxtunum. En það er sannast sagna, að eftir þess- um sýnishornum aö dæma var Stephan sami meistarinn á •óbundið mál sem bundið, þar var sami krafturinn og kyng- in, sömu töfrar málsnildar og mannvits eins og í ljóðunum. Maður getur ekki annað en tekið undir með J. Magnúsi Bjarnasyni, er hann skrifar, „að hefði Stephan ritað ein- 'göngu í óbundnu máli, þá hefði honum verið vísaö til sætis á æðsta bekk í musteri heimsbókmentanna —“ og orðið þekiur um allan hinn mentaða heim. - Margt fleira hnoss- gæti er að finna í þessari bók; ég las hana með ánægju •og er höfundum og útgefendum þakklátur fyrir hana. Það var vel til fundið að heiðra bræður okkar og systur vestan hafs með slíkri útgáfu á þjóðhátíðarárinu. — Tveir höfundar hafa sent frá sér leikrit á árinu. Lúrus
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.