Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Síða 105
IÐUNN
Nokkur krækiber.
Úr bók Guttorms J. Guttormssonar: „Gaman og alvara”,
sem getið er á öðrum stað í þessu hefti, hefir Iðunn hnupl-
að þessum krækiberjum:
Heildirt.
Vitrir menn eru minni hlutinn,
meiri hlutinn óvitringar.
Vegna þess er heimurinn heimskur.
Hann er ekki með fullu viti.
Vanpökkuö pjómista.
Valda tjóni verkin góð,
og vandi að þjóna landinu,
ef að prjónað er við þjóð
úr öðru en hjónabandinu.
„Borinn af englum i fáöm Abrahams."
Ekkill lét, við lestur helgirita
loftið flytja sólarhvela-gram:
Konu mína vil ég lieldur vita
í víti en í faðmi Abraham.
Úr heimi vísindanna.
Frá skoðun, sem er rökstudd, ég reyndar aldrei vík,
að ráða megi því, hverjum börnin verði lík;
ef kona, sem er vanfær, mig vel til fara sér,
]>á verður liún svo hrifin, að barnið líkist mér.
Þektu sjúlfan pig.
Þig langar að verða vísari, þar sem þú situr
í vafa uin, hvað frá guði þú hefir að láni?
Ef heldurðu’ að þú sért heimskur, þá er(u vilur,
ef heldurðu' að þú sért vitur, þá ertu bjáni.