Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1931, Qupperneq 106
100
Nokkur krækiber.
IÐUNN
Frá rithöfundi einum, sem tekinn var mjög að ugga um
afdrii' handrits, er hann hafði sent, fékk Iðunn eftirfarandi
kveðju:
Árferði virðist eitthvað vera að skána,
örbirgðin þunga snýst í sældarhag.
Matvæli ekki lengur þarf að lána,
leifum er fleygt með kæruleysisbrag.
— Hafgnýrinn þagnar, þangið grær á skerjum,
þroskarík aldin býður feðrastorð. —
Þeir, sem í hungri hnupluðu krækiberjum,
henda nú gefnuin lummum fyrir borð.
Ásökun þeirri, er felst í síðustu vísuorðunum, mótmælir
Iðunn harðlega. Til þess að fremja slíka óhæfu er hún alt
of mikill lummu-vinur. Hins vildi hún óska, að árferðið færi
nú eitthvað að skána, svo að hún sein oftast gæti borið
ljúffengar lummur á borð fyrir lesendur sína.
Iðunn ókeypis.
Kaupandi Iðunnar, gamall eða nýr! Pú getur fengið yfir-
standandi árgang ritsins fyrir ekki neitt, ef þú vilt útvega
tuo nýja kaupenclur og sjá um, að þeir geri skil fyrir 1.
okt. n. k. — þannig, að árstillag þeirra verði komið af-
greiðslunni i hendur fyrir þann tíma. Nöfn og heimilisfang'
verða auðvitað að fylgja með. — Ef þér er vel til Iðunnar,
getur þú með engum hætti betur stuðlað að þvi að efla
hag hennar, og sjálfur hagnast þú á því um Ieið. Árgang-
urinn kostar 7 krónur.
NB. Af sérstökum ástæðum kemur þetta 1. hefti úl lítiö
eitt seinna en venja er til. Útkomu næsta heftis verður
hraðað því meira.