Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 19
IÐUNN
Um þrifnað á íslandi.
313
En nú eru þeir tímar runnir upp, að hámenningin er
tekin að beita norðurhjarann margvísi sinni, og fá því
viðhorfin óðum annan svip. Gengur Amerika með tækni
sína, þekkingu og hagsýni á undan í því að sanna heim-
inum, hvað gerlegt sé við köldu löndin. Nægir að benda
á lífsþægindi þau, sem notið verður og menningartækin,
sem aðgengileg eru í Kanada, en þetta víðáttumikla
landflæmi liggur alt við norður og er yfirleitt ólíku
kaldara og harðbrjóstaðra land að upplagi en t. d. Is-
land, sem þó er svo miklu háðara kjörum skammdegis
og dutlungum veðra. Beizlun orkulindanna er vitaskuld
höfuðatriði í velgengni Kanada. En þrátt fyrir það má
segja, að galdurinn við að skjóta hinum grimma kanad-
iska vetri ref fyrir rass sé falinn í hlýum klæðum, vönd-
uðum húsum og upphituðum farartækjum. Eldsneyti og
ljósmeti er takmarkalaust í landinu eins og t. d. á ís-
landi. Með þessari kunnáttu í því að skapa sér hentugan
aðbúnað er Kanada í raun réftri flutt nokkurum gráð-
um sunnar á hnöttinn. Orbirgð og þekkingarleysi er
eingöngu evrópiskt fyrirbrigði í Kanada og á ekkert
skylt við kanadiskt loftslag. Og er sízt meðal vestan-
borinna manna minna hreinlæti í hinum norðlægu lang-
vetrarbygðum Kanada en í Suðurríkjum Bandaríkjanna
eða á Vesturströndinni, þar sem vetur er þó óþekt fyrir-
brigði. Þannig þurfa ekki álög kaldlendingsins að vera
óþrifnaður framar, heldur hefir tækni nútímans ýmist
leyst eða gefið loforð um lausn galdursins, sem í því
er falinn að sigra annmarka loftslagsins. Hlutverk nú-
tíðar og framtíðar er að gera norðurhjarann að Gósen-
landi og ræður aukin menning á Islandi úrslitum um
það, hvenær menn taka að baða sig eins oft í Reykja-
vík eins og í Ottawa eða Toronto. — En látum oss nú
hverfa frá því í bili að hártoga vísindamenn, en snúa
Iöunn XII. 20