Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 54
348
Minningar.
IÐUNN
Þar iðar lífið hugsunarlausl eins og elfur, sem streymir
að ósi. Hinn aldraði maður starir út í bláinn og hlustar
á kliðinn frá borginni. Háreystin úti fyrir hefir minnt
hann á fallvaltleik þessa lífs, og ósjálfrátt lítur hann niður
á hönd sína, sem heldur titrandi á pennanum. Hann
minnist með þakklæti allra þeirra stunda, sem hann hefir
lifað með löngu horfnum kynslóðum og reynt að spá
yfir beinum forfeðra sinna. Hann finnur að stundunum
fækkar, sem hann gefur helgað minningum þjóðar sinnar,
en verkefnið er óþrotlegt. Og ósjáifrátt hefir hann upp
fyrir sér þetta góðkunna erindi:
Mér eru fornu minnin kær
meir en sumt hið nýrra.
Það, sem tíminn þokaði fjær
það er margt hvað dýrra
en hilt, sem hjá mér er.
Hið mikla geymir minningin,
en mylsna og smælkið fer.
II. Lórettó. —
1.
A dimmum haustkvöldum, þegar vindurinn ýlfrar úfi
fyrir, og kaldar regngusur skella á gluggarúðunum,
reikar hugur minn einaft norðan frá úthafsströnd suður
til hinna iðjagrænu Badensskóga. Þegar vetrarmyrkrið
hrífur mig hrollköldum armlögum, loka ég augunum,
gleymi sem snöggvast umhverfi mínu og flýg alla leið
suður að hinu fagurbláa Boðnarvatni. Þar bíða mín
minningalöndin frá vorinu. Þangað kom eg um langan
veg, lúinn eftir langt, hvíldarlaust starf, hálfskroppinn úr
fjötrum heimalningsins, sem ekki þekkir sjálfan sig og
vart faðmsbreidd af filverunni. — Þá tjaldaði náttúran