Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 23
IÐUNN
Um þrifnað á Islandi.
317
frá, hvort til séu eða ekki almenn þægindi siðaðra manna
á afskektum sveitabæ. En með sama rétti má halda því
fram, að engan varði, hvort á afskektum sveitabæjum
séu borin út börn eða ræktaðar pestir. Er nauðsyn
miklu brýnni að koma á lögskyldu um almennan þrifnað
en t. d. skólaskyldu og merkur sýnir um öfugsnúðinn í
íslenzkum hugsunarhætti, að hin síðarnefnda skuli hafa
verið látin sitja í fyrirrúmi. Lestrarkunnátta er íslend-
ingum gerð að skyldu, en látnar frjálsar hendur um
hverja tegund óþrifnaðar, sem nöfnum tjáir að nefna.
Væri nokkuð meiri þörf á því, að ríkið styrkti sveita-
menn til að koma sér upp sæmilegum salernum, heldur
en að Iauna í hverri sveit presta, sem aldrei láta frá sér
fara vel sagt orð né leggja þjóðheillamáli liðsyrði, heldur
eru að flækjast fyrir hunda og manna fótum, öllum til
sorgar og skapraunar, meðan þjóðin verður að viðundri
í auqum siðaðra manna fyrir óþverraskap. Fyrst, þegar
þjóðin hefir Iært að þvo sér og hafa um hönd annan
almennan þrifnað, er tími til kominn að hugleiða það,
hvort hún eigi að hafa presta. A sama hátt virðist, að
allur æðri skáldskapur og listir séu ótímabær á íslandi,
meðan fólk hefir ekki einu sinni smekk fyrir því að
hirða sig. Hvernig er t. d. hægt að búast við því, að
menn með svart undir nöglum og nyt í hári geti notið
hinna smágervu og innilegu blæbrigða í æðri listum?
1 bernsku var ég þeirrar trúar, að religion, skáldskapur
og listir yrðu oss til mikillar blessunar, en eftir því sem
ég hefi þroskast meira, hefi ég betur sannfærst um, að
oss er brýnni þörf á rafmagnsljósum, baðáhölduin og
vatnssalernum. Það er nefnilega eitthvað djöfullegt í
þeirri hugmynd að prédika trú og syngja fögur ljóð fyrir
skítuga, tannlausa og salernislausa þjóð, sem hefir ekki
einu sinni lært að gera hversdagslegar kröfur siðaðs