Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 104
398
Oreiga-menning.
IÐUNN
ustu mannanna með þeim hætti, að þær geri lífið auð-
veldara, fegurra og auðugra fyrir alla, í stað þess að
þær hafa hingað til orðið til þess að reka annan hvorn
mann út á gaddinn. Og enn fremur bíður vor það úr-
lausnarefni, að skifta þeim störfum, sem verða að vinn-
ast af mannahöndum, réttlátlega niður á alla, svo að
sérhver maður fái hluideild í skyldum og hamingju sam-
starfsins: Einn fyrir alla og allir fyrir einn.
Alveg með sama hætti verður viðhorf vort til bók-
menta, lista og vísinda. Það er alls ekki nóg, að vér
lesum bækur, förum í leikhús, hlýðum á fyrirlestra —
eða yfirleitt að vér séum vakandi og þyrstir í lærdóm
á hverju sviði sem er. Það, sem alt velfur á, er þetta:
að hverju marki beinist áhugi vor, hvernig notum vér
þekkingu þá, er vér höfum aflað oss? Dorgaraleg fag-
urfræði er fyrir andann hið sama og íþróttirnar fyrir
líkamann: dægrastytting og hégómi handa tómlátum iðju-
leysingjum. Margur öreiginn hefir látið ginnast af borg-
aralegri fagurfræði og borgaralegri siðfágun, dýrkar þessa
falsguði og hyggur sig betri en sína líka fyrir það sama,
snýr baki við félögum sínum og kallar sig einstaklings-
hyggjumann. Hann er lítilmótlegri en sá lítilmótlegasti
af stéttarbræðrum hans. Nafnið öreigi á hann ekki leng-
ur skilið og viðurkenningu hinna nær hann aldrei. I
augum »betri borgara« er hann ekkert annað en menn-
ingarsnápur, apaköttur, fífl.
Það er alls ekki nóg út af fyrir sig að lesa og læra.
Alt veltur á því, hvað vér lesum og hvernig vér lesum.
Eru ekki lærdómsmenn vorra tíma fullgreinilegt dæmi
um sanngildi þessarar kenningar? Eru það þeir, sem
skapa sögu í dag? Nei, þá er velflesta að finna i bak-
liðinu. Þeir eru nær því að vera dratthali þróunarinnar
en broddur hennar. Eða — ef vér vildum hliðra oss