Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 100
394
Oreiga-menning.
IÐUNN
fylgi dæmi strútsins, sem stingur höfðinu niður í sand-
inn. Ef til vill stafar þetta af því, að vér höfum aldrei
átt neina eiginlega burgeisastétt — aðeins smáborgara.
En í augum smáborgarans er, eins og vér vitum, ekkert
annað til í þessum heimi en hans eigin litli ]ens með
bognu fæturna. Fyrir þenna litla, skakkfætta snáða er
alt orðið til, og hans vegna verður alt að haldast í sama
horfinu um aldur og æfi.
Nú jæja, um álit smáborgaranna á oss og stefnu vorri
er engin ástæða til að eyða mörgum orðum. Það er
ekki svo ýkja langt síðan að ríkjandi hugsunarháttur
meðal yfirstéttanna setti almúgamanninn skör lægra en
reiðhestinn eða veiðihundinn. I einu af hressingarhælum
vorum fyrir aðalsbornar jungfrúr gerðist fyrir fáum árum
atburður, sem varpar nokkru ljósi yfir þenna hugsunar-
hátt. Ein jungfrúnna tók sótt mikla og var læknis vitjað.
Eftir að hafa skoðað sjúklinginn gaf læknirinn þá yfir-
lýsingu, að þarna hefði hann ekkert að gera, en réði
til að láta sækja ljósmóður. En jungfrúin setti á sig
snúð og kvað það firna fjarstæðu að þann veg væri
komið högum hennar. »Það getur ekki verið; þetta var
ekki annað en hestasveinn«, var haft eftir henni og mun
það hafa verið höfuðröksemd hennar í málinu. En dæmi
hennar sýnir oss ljóslega, hve hættulegt það getur verið
fyrir yfirstéttirnar að freysta því, að þær séu með öllu
ómóttækilegar fyrir áhrif að neðan.
Tímarnir breytast. Sá tími er nú á förum, er menn
voru metnir til kúgilda, og líklega yrði nú vandfundin
sú hispursmær, hversu eðalborin sem væri, er léti það
eftir sér að eiga mök við hestasvein eða fjósamann
föður síns í því barnslega trúnaðartrausti, að frá þeim
gæti henni ekki stafað meiri hætta en frá hverjum öðr-
um kjölturakka. Vér viljum ekki lengur vera húsdýr,