Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 95
IÐUNN
Bréf til jafnaöarmanns.
389
dæmi mínu og innrættuð það öðrum innan yðar verka-
hrings. Eg er í engum vafa um, að afstaða mín er hyggi-
legri og hagkvæmari en yðar. Eg fæ aldrei brýnt það
nógu oft fyrir póliíískum samherjum mínum, að barátta
vor á að beinast gegn vinnubrögðum kirkjunnar og
klerkanna, en ekki gegn trúnni á framhaldslíf sálarinnar.
Og viðleitni mín er reist á þeirri vissu, að það er auð-
veldara að lepsa skoðanir undan valdi kirkjunnar en
sálir frá ívist eilífs lífs.
III.
Skoðun mín á guðspekinni virðist vera dálítið á annan
veg en yðar. Ég get ekki verið yður samdóma um, að
hún sé einungis »trúarbrögð í nútíðarbúningi«. Eftir
mir.ni beztu vitund er hún fyrst og fremst heimspeki,
bæði gömul og ný, þó að flestir guðspekingar hafi haldið
sér óflekkuðum af þeim greinum hennar, sem tala til
vitsmunanna.
Kenningar guðspekinnar um andann og umheiminn
eru að mörgu leyti einkar eftirtektaverðar. Eg þekki
ekkert hugsunarkerfi, sem skýrir margvíslegar ráðgátur
tilverunnar eins sennilega og guðspekin. Og mig grunar,
að margar kenningar hennar séu á rökum reislar. Verk-
legar æfingar guðspekinnar eru óefað mjög gagnlegar.
Það get ég borið um af eigin reynd. Hins vegar þekki
ég þó ekki allfá dæmi þess, að þær hafa sogið úr sum-
um guðspekingum Iífsorku, dregið þá niður í geðlausa
meðalhófsloðmollu og kveðið þá í sátt við yfirstandandi
eymd, komið þeim til að drepa kærleiksríka titlinga
framan í alls konar mannúðarstefnur, en á hinn bóginn
aftrað þeim frá að taka þátt í neinum þeim umbótum,
sem gátu sært stéttarhagsmuni Rotschilds eða Rockefellers.
Það kalla þeir hér að vera jafnþroskaðir.