Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 69
IÐUNN
Rómantíska stefnan nýja.
363
af bók sinni um norska þjóðlist. Kinck er ef til vill eitt-
hvert hið mesta rómantíska skáld, sem uppi hefir verið
á Norðurlöndum. Og hann sannar bezt það, sem Buk-
dahl heldur fram. Kinck segir skilið við raunsæisstefn-
una þegar á unga aldri. Hann leitar dýpra. Hann lætur
sér ekki nægja hið ytra gerfi; hann grefur eftir lögmál-
um hins innra gróanda. Hann snýr einnig baki við öllu
glamri um mannúðarmál, er byggjast átti á því að þurka
út takmörkin milli manna og þjóða til þess að ná fram
til hins almenna, eins og þar væri rótina að finna.
Kinck vissi að rótin — sálin — í einstaklingum sem
þjóðum var fólgin í séreðlinu, því, sem gerði mennina
ólíka hvern öðrum. Þar var gildi þeirra að finna. Kinck
lætur eina af sögupersónum sínum segja: »Það, sem
aðskilur mennina hvern frá öðrum, það, sem aðskilur
kynstofna — það á að vakna aftur! Einmitt í því, sem
aðskilur, er verðmætið fólgið. Þar er að finna ljómann,
sem fegrar lífið*. — Þótt mönnum kunni að virðast
þetta ófriðvænleg kenning, þá er hún sönn. Heimstyrj-
öldin hefir sýnt, að það, sem aðskilur, er sterkara en
hitt, sem sameinar, og mönnunum ríður á að þekkja
þessi öfl, svo þeir geti lært að stjórna þeim og nota
þau sér til hagsbóta. Það stoðar ekki — eins og fyrir
styrjöldina — að mæla fögur orð um bræðralag, en
látast ekki vita um þann eld, sem byltist í djúpunum.
Það skal endurtekið: séreðlið, það hið persónulega og
þjóðlega, er þrungið helgum mætti til starfa; það getur
unnið kraftaverk, ef því er beint í rétta átt.
í seinni bókinni, »Det skjulte Norge*, heldur Bukdahl
áfram að dæma norskar bókmentir út frá sama sjónar-
miði. Hann lýsir þar afdalamenningunni, hvernig hún
hefir þróast, hver sveit fengið sinn eigin svip og sína
eigin mállýzku. í þessari þróun felst raunasaga — og