Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 72
366
Rómantíska stefnan nýja.
IÐUNN
Þjóðernistilfinningin og trúartilfinningin verða að ná
fullum rétti sínum í lífi einstaklinga og þjóða, svo lífið
geti orðið heilt.
Bukdahl hefir þegar lokið við þann hluta verks síns,
er fjallar um andlegt líf í Noregi, og af því getum við
þegar séð hvert hann stefnir. Flestir munu sammála um
það, að mat hans á bókmenfum sé að ýmsu leyti rétt-
látara en áður hefir tíðkast — réttlátara að því leyti,
að lífsgildið fær betur að njóta sín, án þess þó að list-
gildið bíði nokkurn halla. —
En nú skulum við um stund fylgja Bukdahl til Dan-
merkur. Hann er nú horfinn þangað með verk sitt.
Hann gaf út bók í fyrra (1927) um eift af alþýðuskáld-
um Dana — Thomas Olesen Lökken. Sá er ómentaður
alþýðumaður, en hefir á nokkrum árum ritað bækur
sögulegs efnis, er hafa skipað honum á bekk með öðr-
um sagnaskáldum Dana. Um þenna mann skrifar nú
Bukdahl af því, að hjá honum býst hann við að finna
sannasta mynd af hinu dulda, innra þjóðlífi, því Th. O.
L. hefir aldrei sezt á skólabekk til þess að læra utan-
bókar venjur og borgarsiði Evrópumenningarinnar. Fyrsti
þáttur þessarar bókar heitir »Det indre Danmark«
(Danmörk hið innra). I þeim kafla bregður Bukdahl
upp mynd af hinu innra þjóðlífi gegnum aldirnar. Velur
hann þá rithöfunda, er átt hafa dýpstar rætur í þjóð-
lífinu. Hann lætur sér ekki nægja að athuga lauf þjóðar-
meiðsins, hann grefur fyrir ræturnar. Dregur hann svo
ályktanir af því dulda lífi, er hann grefur fram. — Bók
þessi hefir fengið góða dóma, og bíður nú Danmörk
þess með óþreyju, að þessi ungi, djarfi snillingur gefi
út bækur sínar um danskar nútímabókmentir yfirleitt.
Þar á eftir kemur svo röðin að Svíum. —
Þannig er þá rómaniíska stefnan nýja. I henni finnum