Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 15
IÐUNN
Roald Amundsen.
309
en í stað þess ræðst hann nú í að fljúga frá Svalbarða.
Félag var stofnað í Noregi til að standa straum af þeirri
för, og í maí 1925 flýgur Amundsen norður. Var tilætl-
unin sú, að komast á heimskautið og snúa þar við.
Amundsen komst ekki alla leið, misti aðra vélina en
komst aftur til Noregs með öllu sínu föruneyti.
Það var mest að þakka Ameríkumanni einum, Lincoln
Ellesworth, að nokkuð varð úr þessari för, því hann
lagði fram allmikið fé til hennar. Og næsta ár ræðst
Amundsen enn í framkvæmdir; nú hefir hann komist að
raun um, að flugvél dugi ekki til þess að komast milli
Svalbarða og Alaska, heldur verði hann að fá loftskip.
Það var keypt í Italíu, skírt »Norge« og flaug frá Sval-
barða til Teller í Alaska vorið 1926.
Nobile var skipstjóri »Norge«, en Amundsen taldi sig
stjórna ferðinni. Eftir að henni var lokið, hófst hin ramm-
asta deila milli Amundsen og Nobile um það, hvorum
bæri að þakka afrekið. Italir töldu sér allan sómann, því
skipstjóri og loftfarið hefði hvorttveggja verið ítalskt. Og
til þess að sýna alheimi fram á, að Italir gætu gert út
svona för Amundsen-laust var Nobile-leiðangurinn gerð-
ur út síðastliðið vor. Um afdrif hans er öllum kunnugt.
Astralíumaðurinn Wilkins fór í flugvél í vor frá Alaska
til Svalbarða, um það leyti sem Nobile fór í för sína
norður. Hann kom til Osló og var haldið samsæti þar.
Þegar samsæfið stóð, kom þangað fregn um að Nobile
væri bjargþrota norður í ísum. Amundsen var meðal
gestanna og bauðst fyrstur manna til þess að ljá aðstoð
sína til að finna Nobile. Þar bauðst verkefni manninum,
sem hafði lokið öllu því, sem hann hafði sett sér fyrir
í æsku.
Hann lagði upp frá Trömsö 18. júní, á frönsku flug-