Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 91
IÐUNN
Bréf til jafnaöarmanns.
385
er kennir sig við dauðlegan mann, sem Lúther hét. Og
innan lúterskunnar úir og grúir af enn þá minni klíkum,
sem allar hafa fundið sannleikann og eru þó hver annari
fjandsamlegar. Kristindómurinn er og ekkert annað en
stóreflis trúarklíka, sem berst um valdið yfir hugsunar-
frelsi mannkynsins gegn öðrum voldugum trúarklíkum,
svo sem Múhamedstrú, Buddhatrú og Brahmatrú. Og
þær heyja aftur harðvítuga orrahríð sín á milli um sama
valdið. Allar hugsjónir eru flokksmál, þar til vaninn hefir
gert þær að allsherjarsannleika.
En þess utan eru trúarbrögðin og hafa lengstum
verið auðmjúkir þjónar takmarkaðra stjórnmálaflokka.
Hingað til hafa þau stjanað undir peningavaldið, hversu
illur sem málstaður þess hefir verið. A styrjaldarárunum
brýndi kirkjan menn til að ganga í herinn, stökti vígðu
vatni á morðtól hermannanna og sneri Faðirvorinu f
bölbæn gegn óvinaþjóðunum. A friðartímum kennir hún
siðfræði auðmannanna.
Það er því mikill misskilningur, að ég vilji gera trúar-
brögðin að póliíísku málgagni. Þau eru pólitískt málgagn.
Ég leitast aðeins við að fá þau til að hafa húsbænda-
skifti. Ég hvet þau til að hefja sig til andlegrar tignar
með því að þjóna guði, í stað þess að fótum troða öll
guðleg boðorð í þjónustu mammons. Eg kappkosta að
knýja kirkjuna til að vinna fyrir volduga hugsjón, sem
berst, ekki fyrir styrjöldum, landvinningum, hernaðar-
gróða, okri, örbirgð og úrkynjun, heldur friði, frelsi,
jafnrétti, mannúð, mentun og bræðralagi. Eg heimta það
af »fulltrúum drottins« á jörðinni, að þeir banni mönnum
að ganga í herþjónustu, leggi blessun sína yfir alla, sem
sitja í myrkvastofum vegna ríkis friðarins og snúi
Faðirvorinu í magnaða buslubæn gegn öllum styrjaldar-
bröskurum. Þetta er munurinn á mínum skoðunum