Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 101
ÍÐUNN Öreiga-menning. 395
mállaus og viljalaus; vér heimtum jafnvel að fá að hafa
hönd í bagga með rás heimsviðburðanna. Og vér heimt-
um það út frá þeirri sannfæringu, að skoðun smáborg-
arans, sú, að »svona hafi það altaf verið og svona hljóti
það altaf að verða«, sé grunníölsk. Vér vitum að þjóð-
félagsskipulagið er háð sífeldum umbreytingum og að
auðvaldstímabilið er einn áfangi á þessari þróunarleið —
áfangi, sem hefst með frönsku stjórnarbyltingunni miklu,
og að með heimsstyrjöldinni hefir samkepnis- og auð-
byggjustefnan eins greinilega og orðið getur opinberað
vanmátt sinn til að bera þróunina lengra áleiðis. Vér
viðurkennum fyllilega sögulega nauðsyn iðnaðar- og
auðvaldstímabilsins og oss dettur ekki í hug að neita
því, að á þessu tímabili hafi heiminum þokað fram á
við. Með stórstígum framförum í iðnaði og allskonar
tækni og með margfaldlega aukinni framleiðslu hefir
þetta tímabil rutt veginn fyrir oss. Allar þessar framfarir
voru á vissan hátt hið hagræna svar við yfirlýsingunni
um mannréttindin — kröfunni um rétt allra til að lifa
eins og mönnum er samboðið. Þetta tímabil hefir sýnt
oss það svart á hvítu, að það er hægt að auka fram-
leiðsluna svo, að nóg verði handa öllum.
Auðvaldsstefnan hefir aldrei átt neina samræmda,
berandi heimsskoðun, er hún gæti bygt íilverurétt sinn
á. Hún leysti tilveruna upp í eindir, skapaði einsýna
sérhyggjumenn, sem otuðu hver sínum tota. Hún gerði
alla að fjandmönnum allra. Hún sýndi mikið hugvit og
ráðdeild við skipulagning og niðurröðun dauðra hluta;
hún beizlaði náttúruöflin, batt í kerfi, bjó sér til hin
fullkomnustu tæki á nærfelt öllum sviðum. En gagnvart
hinu lifanda lífi stóð hún úrræðalaus. Um samfélag lif-
andi vera hafði hún ekkert til brunns að bera annað
en ringulreið og stjórnleysi. Og svo sigldi hún beint inn