Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 71
IÐUNN
Rómantíska stefnan nýja.
365
mönnunum frá því að farast í hringiðu nútímans? Nei;
þegar það er fundið, verða þeir að leita enn dýpra í
sjálfum sér. Lönd trúarinnar verður að finna — og nema.
Þegar með skoðunum sínum á lífsgildi þjóðernisins
var Bukdahl kominn í andstöðu við raunsæisstefnuna.
Enn skýrar kemur þetta fram í viðhorfinu til trúmálanna.
Hann segir sjálfur: »Það, sem var ófullnægjandi og
óskynsamlegt við raunsæisstefnuna var ekki það, að hún
hafði engan guð — heldur hitt, að hana vantaði þrána
eftir guði«. Hún hafði með öðrum orðum útilokað
möguleikann fyrir trúarlífi. I fyrri bók sinni um Noreg
hefir Bukdahl tekið þetta atriði til allrækilegrar með-
ferðar í sambandi við Arna Garborg — þenna gætna,
leitandi, trúhneigða mann. 1 seinni bókinni er það kafl-
inn um Sigrid Undset, sem mest fjallar um þetta efni
— kaflinn um skáldkonuna mik'.u, sem lætur lífið leika
sögupersónur sínar svo hart, að þær verða að flýja á
náðir trúarinnar til þess að fá staðist strauminn. En
trúartilíinningin — eins og þjóðernistilfinningin — liggur
í því dulda. Og húr. gengur ekki í arf, heldur verður
hver einstaklingur sjálfur að nema þar lönd.
Tilveran er tilgangslaus og örlögin blind. Svo virðist
það að minsta kosti, ef eingöngu er horft á yfirborðið.
En mennirnir geta ekki sætt sig við það, að veru-
leikinn sé ekkert annað eða meira en það, sem augað
greinir, og því skygnast þeir á bak við tjöldin. Og þær
stundir koma yfir flesla, er knýja þá, nauðuga viljuga,
til þess að rétta út hendurnar eftir öðru ríki. Bukdahl
segir: »Trúarlífið byrjar ekki á himnum uppi; það byrjar
á þeirri stundu, er heimurinn stendur afhjúpaður fyrir
andans augum vorum og vér sjáum, hve ófullnægjandi
fótfestu hann veitir dýpstu þrám sálar vorrar«.
Þarna höfum við þá kjarnann í hinni nýju stefnu: