Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 39
IDUNN
Um þrifnað á íslandi.
333
spekinga. Ekkert er of kostnaðarsamt, sem hægt er að
gera fyrir alþýðu. En frumskilyrði þess, að þjóðin taki að
miklast andlega og öðlist æðri fyllingu lífs, er sú, að
fyrst sé fullnægt hinum hversdagslegustu kröfum, en
síðan tekið »að leggja stund á heimspekina«. Það er
um uppfyllingu þessa frumskilyrðis, sem dr. Sig. Nordal
talar á einum stað, þegar hann segir, að Islendingar
hafi forðum verið hámenningarþjóð, sem m. a. lýsti
sér í því, að hvert mannsbarn gat skrifað klassiskt.
Menning vor bygðist á velmegun áður og á enn eftir
að byggjast. Er ekkert því til fyrirstöðu, að Islendingar
geti orðið ríkasta þjóð veraldarinnar, þar sem ísland er
handraðinn í gullkistu Norðurhafsins og íslenzkir sjó-
menn eitt hið ágætasta kyn, sem nú er uppi á jörðu.
Los Angeles, California. í ágústlok 1928.
Ofurmennið.
(Arnulf Overland).
Hver getur talið allar þær margvíslegu hættur og
tælandi freistingar, er steðja að ungum sveitamanni, sem
hefir rifið sig lausan frá arni heimilisins og einn góðan
veðurdag finnur sjálfan sig á steinstéttum stórborgar-
innar — þar sem hann, einn og óstuddur, verður að sjá
fótum sínum forráð? Við þessum hættum verður aldrei
nógsamlega varað, og gæti þessi stutta frásögn orðið ein-
hverjum að leiðbeiningu, væri tilganginum með henni náð.
Þegar æskumaðurinn er að vakna til vitundar um þrótt