Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 99
IÐUNN
Oreiga-menning.
393
þótt hlægileg hugmynd, ef hann Tötra-Mangi og aðrir
álíka leppalúðar hefðu verið nefndir í sambandi við hin
starfandi öfl í heimsþróuninni. Hvað er menning, ef ekhi
það að gera sig óháðan náttúrunni og dutlungum hennar
og taka stjórntaumana í eigin hendur? Var Tötra-Mangi
líklegur til þess? A öllum tímum hafa þeir verið taldir
menningarfrömuðir, er veltu björgum úr vegi mannkynsins
á þroskaleið þess. Hvar voru nú Grettistök öreigans?
Alt fram á síðustu ár hefir borgurunum veitt örðugt að
koma auga á þau. Og því hlaut það nánast að vekja
hlátur að tala um menningu í sambandi við lágstéttirnar
og með því viðurkenna þann möguleika, að þær nokkurn-
tíma gætu tekið forustuna.
Nú er þetta orðið nokkuð á annan veg, að minsta
kosti utan landamæra kotríkisins danska. Úti um víða
veröld hafa borgarastéttirnar loks tekið að átta sig á
því, að í frelsishreyfingum lágstéttanna felst annað og
meira en krafan um sæmileg laun handa verkamönnum,
um átta stunda vinnudag, um tryggingu fyrir því að geta
dregið fram lífið þótt atvinnuleysi steðji að og aðrar
álíka dagskröfur. Nú er það Ijóst öllum vakandi og sjá-
andi mönnum, að alt þetta er einungis viðureign útvarða
— einungis byrjun. Hreyfingin hefir alt aðrar og hærri
kröfur á stefnuskrá sinni. Eitt hinna stærstu amerísku
borgarablaða, sem í haust á hundrað ára afmæli, bað
mig fyrir nokkru um grein um öreigalýðinn og fram-
tíðina. »Vér viljum sem sé að afmælisblað vort sé í
öllu tilliti þann veg úr garði gert, að það bendi fram á
við«, skrifar þessi borgaralega ritstjórn í bréfi sínu.
Hér heima (þ. e. í Danmörku) virðast borgarastéttirnar
að vísu ekki hafa svona næmar skynjanir. Af afstöðu
þeirra til jafnaðarstefnunnar verður það helzt ráðið, að
þær séu annaðhvort sinnulausar með öllu, eða að þær
Iðunn XII. 25