Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 46
340
Ofurmenniö
ÍÐUNN
hefði hugsað sér tilhomu ofurmennisins, og sér í lagi
hvort sá tími myndi ekki bráðum kominn, er ofurmennið
ætti að fæðast í þenna heim. Hann hafði fundið til þess
oft og einatt, að þessar voldugu hugsanir meistarans
voru að brjótast um í heila hans (Theodórs) sjálfs.
Hann þekti af eigin reynslu þenna hamslausa »vilja til
valda« og þrána eftir ofurmenninu. Sjálfur var hann
kannske ekki ofurmenni, en var ekki hugsanlegt að
hann væri að minsta kosti »örin« og »brúin«, gæti það
ekki skeð að börnin — sem fröken Solem — í fyllingu
tímans — myndi fæða honum — — í stuttu máli —
Hér er ekki ræða Theodórs rakin orðrétt. Efnið hafði
sínar viðkvæmu hliðar, sem ekki varð komist að öðru vísi
en með hárfínum likingum. En eftir árangrinum að dæma
hafa orð Theodórs líklega verið í ótíma töluð. Lófa-
klappið frá salnum skall yfir hann eins og brimalda og
yfirgnæfði mál hans löngu áður en hann hafði lokið
því. Þetta lófaklapp og fagnaðarlætin öll fanst honum
ekki eiga við á þessari stundu. Svona var þá skilning-
urinn óþroskaður, jafnvel hjá upplýstu fólki. Að tala til
þess var eins og að kasta perlum fyrir svín. Sá beizki
sannleikur rann upp fyrir Theodóri, að ofurmennið hlyti
að verða einstæðingur hér á jörðu.
Hann var svo sokkinn niður í þessar döpru hugsanir,
að hann tók ekkert eftir svari prófessorsins. Og hann
sá að það var ekki til neins að endurtaka fyrirspurnir sínar.
Þó var enn eitt atriði, sem hann vildi bera undir
prófessorinn. Þetta atriði snerti einkalíf hans og kom
ekki fjöldanum við. Þegar hlé varð á, sætfi hann lagi
og tók prófessorinn eintali. Hann þurfti að leita ráða
um nám sitt — hvernig hann ætti að haga því. Hann
hafði sem sé í hyggju að helga líf sitt og starfskrafta
heimspekinni.