Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 109
IÐUNN
Öreiga-menning.
403
af borgaralegum hleypidómum og hégóma til að gerast
hermikráka. Hann stendur föstum fótum á grundvelli
hinnar nýju menningar, sem á framtíðina. —
Hinn gamli heimur er vitlaus og rangsnúinn í skipulagi
sínu eða skipulagsleysi, og því hlýtur .hann að líða undir
lok. Vér lifum á tíma, sem metur meira gullsmiðinn en
plógsmiðinn, kökugerðarmanninn meira en þann, sem
bakar vort daglega brauð. En í mestum metum er sá,
sem gerir alls ekki neitt. Tíminn er úr liði, eins og
Hamlet heitinn komst að orði. Vér erum kallaðir til
þess að kippa honum í liðinn aftur.
Maðurinn lifir ekki af brauði einu saman. Þessi setn-
ing suðar oss í eyrum seint og snemma — frá þeim,
sem undir yfirskyni andans reyna að hrifsa til sín sem
allra mest af efnislegum gæðum þessa lífs. Þetta marg-
endurtekna vígorð hefir ekkert annað markmið en að
taka síðasta brautbitann frá munni öreigans og barna hans.
Samt sem áður kemur það fyrir eigi allsjaldan, að ör-
eiginn bítur á agnið og étur eftir — á meðan garn-
irnar gaula í honum af sulti: Maðurinn lifir ekki af
brauði einu saman. — Astandið í dag gerir oss það að
skyldu að heimta brauð og aftur brauð, — að slá því
föstu og hamra á því án afláts, að maðurinn lifi af
brauði einu saman — þangað til brauðspursmálið er
leyst. Öreigi, sem berzt við sult og seyru, en lætur loka
á sér munninum með markleysuhjali, bíómiða eða öðrum
álíka hégóma, hann er fífl og ekkert annað en fífl.
Einmitt vegna þess, að afstaða vor til andlegra verð-
mæta er heilbrigð og hræsnislaus, getum vér aldrei haft
þann veg hausavíxl á hlutunum að halda að soltinn
magi verði saddur á ritningargreinum eða skáldadraum-
um. En þegar sá dagur kemur, að ráðið er fram úr
vandamálinu mikla um brauð handa öllum, mun það