Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 80
374
Bréf til jafnaðarmanns.
IÐUNN
vínsmyglun og húsabrask. Þeir eru víðast hvar handhægt
verkfæri ríkjandi hugsunarháítar. Þeir hafa oftast sömu
lífsskoðanir og efnamennirnir í söfnuðunum, sem þeir
hafa ofan af fyrir sér með að þjóna. Einstaka prestar
taka þó stöðu sína hátíðlega, einkum trúhneigðir ein-
feldningar, sem hafa fundið sál sinni frið í sænskri
»nýkirkjuhreyfingu« eða dönsku heimatrúboði, eða iktsjúk
gamalmenni, sem eru orðin ófær til að þjóna girndum
þessa heims sakir elli.
I fari Islendinga gætir meira rannsakandi skynsemi
og íhugunarhneigðar heldur en tilfinninga og tilbeiðslu.
Þess vegna hneigjast margir landar mínir að ýmsum
sálrænum og heimspekilegum hreyfingum vorra tíma,
svo sem spíritisma, guðspeki og indverskri heimspeki.
I þessum kennikerfum þykjast þeir finna skynsamlega
úrlausn á margvíslegum íhugunarefnum. Heimspeki gömlu
guðfræðinnar, sem skifti tilverunni í tvö vitlausrahæli,
annars vegar eilíft helvíti með hornóttum djöflum og
æpandi afbrotamönnum í brennisteinspyttum eilífrar út-
skúfunnar og hins vegar ævarandi himnaríki með refsi-
gjörnum drotfni og flaðrandi smásyndurum frammi fyrir
gullfróni hátignarinnar, — á slíka guðfræði lítur óbrjálaður
Islendingur sem niðurbælda kvensemi katólskra kirkju-
feðra. Nýja guðfræðin er hins vegar of lík nýguðfræð-
ingunum, sem vér höfum daglega fyrir augum og eyrum,
til þess að hún megni að svala skilningsþorsta vorum.
Fæstir fylgjendur nýju stefnanna eru þó sannfærðir
um, að þær greiði í raun og veru úr þeim ráðgátum
tilverunnar, sem þeir hafa verið að glíma við. Fyrir
þorra manna eru þær ekkert meira en greindarlegustu
skýringarlíkurnar, sem þeir hafa hingað til átt völ á.
Þetta er sannleikurinn um trúarbragðaástandið á
Islandi.