Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 9
IÐUNN
Roald Amundsen.
303
skautaför, fyr en ef til vill sú, sem nú er á döfinni, kend
við Byrd. En leiðangursmenn sultu allir í hel á eyju
fyrir norðan Canada, 130 talsins. Þetta var árið 1847.
Þessi mesta sorgarsaga allra könnunarferða norður í
ís vakti hjá Amundsen drauma um að gera þetta sama,
komast þessa leið, norðvesturleiðina svokölluðu. En þá
fyrst er hann las fregnirnar af skíðaferð Nansens, varð
draumurinn að veruleika. Fyr var það, að hann vildi, en
síðar: hann skyldi.
I þá daga þóttu þess konar ferðir hreinar og beinar
sjálfsmorðstilraunir, sem oftast nær næðu tilætluðum ár-
angri. Amundsen langaði mikið til að slást í för með
Nansen, í »Fram«-ferðina frægu, árið 1893, en fyrir
bænarstað móður sinnar sat hann heima. Hann var þá
orðinn stúdent fyrir þremur árum og byrjaður að nema
læknisfræði. En þar var ei »hugurinn heima« og þessi
stúdentaár fóru mestpart í lestur ferðabóka, er ýmsir
þáverandi beztu heimskautakönnuðir höfðu skrifað.
Læknafræðabækurnar urðu ekki fyrir miklu sliti. En svo
deyr móðir hans skömmu síðar. Þá var þröskuldurinn
úr vegi milli hans og köllunarinnar, og Amundsen fer
hiklaust að búa sig undir lífsstarfið, ræður sig sem vika-
dreng á selveiðaskip vorið 1894 og tekur stýrimannspróf
ári síðar. Læknastúdentinn! í janúar 1896 fer hann í
rúmlega þriggja vikna skíðaferð upp á Harðangursjökul,
og þegar fyrsta tækifæri býðst til heimskautafarar, þiggur
hann það — og þurfti að neyta allra bragða til að fá
að fylgjast með. Það var í suðurför Belgans de Gerlache,
hann varð stýrimaður þar, á skipinu »Belgica«. —
Með þessari för er Amundsen kominn út í lífsstarf sitt.
Það starf, sem varð hans til æfiloka, þó hann ætlaðist
til annars. Þegar Amundsen kom heim aftur fil ættjarð-
arinnar eftir síðasta þrekvirki sitt: fyrsta og fram að