Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 33
IÐUNN
Um þrifnaö á íslandi.
327
Vísindin efla alla dáÖ,
orkuna styrkja, viljann hvessa,
vonina glæða, hugann hressa,
farsældum vefja lyð og láð.
Af vísindalegum ástæðum ælti ríkið að veita mönnum
verðlaun fyrir að brenna og brjóta ósæmilegar þurra-
búðir og kotbæi á íslandi, eins og mönnum er í Astralíu
veitt verðlaun fyrir að eyða kanínum. Af vísindalegum
ástæðum á ríkið að leggja blátt bann við því, að fólk
hafist við í húsakynnum, sem fyrir kulda sakir og sagga,
loftleysis og rúmleysis eru til heilsutjóns, en börnum
þjóðarinnar til uppeldis-skaðsemda og andlegs niðurdreps
sakir ófrýnileiks eða fyrir annan skort þeirra hluta, sem
uppörfa til fegurðar. Verður það ekki of oft fram tekið,
að íslendingar eru of fáir til þess, að þjóðin hafi efni
á að sóa börnum sínum í óþrifnaði örbirgðarinnar, enda
er engin þörf á því, heldur gerir ríkið sér það að leik,
því nóg er til af öllu handa öllum á íslandi. Sýnir það,
eins og þjóðfræðingar hafa oft sagt, ágæti kynstofns
vors, að hann skuli ekki hafa fallið í algerða villimensku,
eins og t. d. Mayarnir í Mexíkó, — við aðra eins
hörmungaraðstöðu og íslenzk alþýða hefir átt að búa
um langar aldir.
7. Bættur híbýlakostur.
En hugmyndir þær, sem vöktu fyrir mér, þegar ég
prentaði Raflýsing sveitanna, virðast hafa sprottið upp í
hugum ýmsra annara, því ég heyri, að nú sé í undir-
búningi stofnun samyrkjabygða á Suðurlandsundirlendinu
og eigi þar alt að vera með myndarbrag og menningar-
blæ. En með þessu er byr fenginn þeirri hugmynd að
gera góðsveitirnar að inrflytjendahéröðum, þar sem hið