Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 86
380
Bréf til jafnaðarmanns.
IDUNN
vitanlega ekki upplýstum nútíðarmanni. Hann spyr um
rök. Hann heimtar sannanir. En er þá til nokkur meira
eða minna almenn reynsluþekking, er styðji staðhæfingu
trúarbragðanna?
Að mínum dómi er sú þekking þegar að nokkru leyti
fengin. Svo miklar líkur höfum vér að minsta kosti
handa millum, að fullyrðingar efnishyggjunnar um sálina
og ódauðleikann verka nánast á mig eins og gamansaga
frá miðbiki síðustu aldar.
011 æskuár mín lifði ég í algerðu trúleysi. Eg trúði
ekki á líf eftir dauðann, ekki á engla og ekki á neina
guði. Reyndar neitaði ég aldrei tilveru slíkra gersema.
En hún kom mér ekkert við. Eg þráði ekki líf eftir
líkamsdauðann, og englar og guðir skiftu mig ekki
meira máli en hundar norður á Hornströndum. Samt
var ég sæll. Bernskuár mín flugu áfram í syngjandi
hrifningu yfir lyrik daganna. Og þegar ég komst yfir
fermingaraldur, urðu bækur mínar, hugsjónaáhugi og 5
aurar fyrir neftóbaki himinn minn og eilíft líf.
En fyrir ellefu árum byrjaði ég af einskærri tilviljun
að sökkva mér niður í rit um spíritisma og sálrænar rann-
sóknir. Enn fremur las ég mikið guðspekirit og bækur
um indverska heimspeki. Þar að auki safnaði ég margs
konar fróðleik um dulræn fyrirbrigði meðal þjóðar
minnar. Það var engin trúarþörf eða löngun eftir eilífu
lífi, sem hratt mér út á þessar brautir. Það var næstum
hégómleg forvitni, er síðar snerist upp í ákveðna þekk-
ingarþrá og ómótstæðilega löngun eftir andlegri full-
komnun. Alyktanir þær, sem þessi lestur minn og heila-
brot knúðu mig til, voru því gersamlega óháðar öllum
persónulegum óskum, að þeirri einu löngun undanskilinni
að komast að réttri niðurstöðu. Það skifti mig engu
máli, hvort sú niðurstaða yrði jákvæð eða neikvæð. Mér