Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 86

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 86
380 Bréf til jafnaðarmanns. IDUNN vitanlega ekki upplýstum nútíðarmanni. Hann spyr um rök. Hann heimtar sannanir. En er þá til nokkur meira eða minna almenn reynsluþekking, er styðji staðhæfingu trúarbragðanna? Að mínum dómi er sú þekking þegar að nokkru leyti fengin. Svo miklar líkur höfum vér að minsta kosti handa millum, að fullyrðingar efnishyggjunnar um sálina og ódauðleikann verka nánast á mig eins og gamansaga frá miðbiki síðustu aldar. 011 æskuár mín lifði ég í algerðu trúleysi. Eg trúði ekki á líf eftir dauðann, ekki á engla og ekki á neina guði. Reyndar neitaði ég aldrei tilveru slíkra gersema. En hún kom mér ekkert við. Eg þráði ekki líf eftir líkamsdauðann, og englar og guðir skiftu mig ekki meira máli en hundar norður á Hornströndum. Samt var ég sæll. Bernskuár mín flugu áfram í syngjandi hrifningu yfir lyrik daganna. Og þegar ég komst yfir fermingaraldur, urðu bækur mínar, hugsjónaáhugi og 5 aurar fyrir neftóbaki himinn minn og eilíft líf. En fyrir ellefu árum byrjaði ég af einskærri tilviljun að sökkva mér niður í rit um spíritisma og sálrænar rann- sóknir. Enn fremur las ég mikið guðspekirit og bækur um indverska heimspeki. Þar að auki safnaði ég margs konar fróðleik um dulræn fyrirbrigði meðal þjóðar minnar. Það var engin trúarþörf eða löngun eftir eilífu lífi, sem hratt mér út á þessar brautir. Það var næstum hégómleg forvitni, er síðar snerist upp í ákveðna þekk- ingarþrá og ómótstæðilega löngun eftir andlegri full- komnun. Alyktanir þær, sem þessi lestur minn og heila- brot knúðu mig til, voru því gersamlega óháðar öllum persónulegum óskum, að þeirri einu löngun undanskilinni að komast að réttri niðurstöðu. Það skifti mig engu máli, hvort sú niðurstaða yrði jákvæð eða neikvæð. Mér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.