Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 25
IÐUNN
Um þrifnað á íslandi.
319
hér um ræðir. Ókunnugum vil ég sérstaklega ráðleggja
að kynna sér rit dr. Weston A. Price1) um þessi efni.
Þessi merki, ameríski læknir hefir valdið gagngerðri
byltingu í heilbrigðisvísindum með rannsóknum sínum á
áhrifum tannskemda á heilsufar manna. Menn, sem ganga
með skemdar tennur, beinætur og graftrarígerðir yfir
annari hverri tannrót, eru gagnsýrðir af skaðlegum
eiturefnum, sem flytjast inn í blóðið frá ígerðum þessum.
Eitur þetta verkar á einstaklinga sitt með hverjum hæfti,
eins og t. d. vínandi. Einkenni verkana þess lýsa sér í
ýmsum tegundum af gigt og hjartveiki, brjóstveiki, maga-
kvillum, auk allskyns taugatruflana, sem aftur koma fram
í hverskyns skapbrestum, í heimsku, í afturhaldssemi, í
glapsýni, í leti, sljóleika, fúlmensku, sérplægni, óhrein-
skilni, dutlungum o. s. frv., og leiðir í mörgu falli til
hreinnar brjálsemi. Virðist þannig rökrétt að gera ráð
fyrir því, að sumt það, sem óheilbrigt er og aflaga fer
í opinberum málum í landinu, eigi, meira eða minna,
rót sína að rekja til langvarandi tannskemda í kjósend-
um, þingi og stjórn.
Fyrir nú utan þann grimmilega heilsuspilli, sem leiðir
af vanhirðing tanna og tannskemdum, þá eru skemdar
tennur og vanhirtar hinn hroðalegasti viðbjóður óspiltum
sálum. Maður með skemdar og skítugar tennur er alls
ekki í húsum hæfur, enda þótt hann tali í spakmælum
og orðskviðum. Menn með grænar eða svartar tennur
og brendar geiflur ættu að varast að láta sjá sig innan
um fólk. Lyktin út úr þeim er líka afskapleg. Mörg
íslenzk stúlka hefir tapað af góðu gjaforði af því að hún
gleymdi að hreinsa á sér munninn eftir að hafa borðað
1) Dental Infections and the Degenerative Diseases. Tvö bindi.
Penton Publishing Co. Cleveland. Ohio.