Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 108
402
Oreiga-menning.
IÐUNN
mér ekki neitt vanskapað afbrigði, hversu sérkennilegt
sem það kann að vera. Einstaklingshyggjan er svo oft
á veiðum eftir afbrigðunum, vanskapningunum. Þess
konar ónáttúra þokar mannkyninu aldrei fram á við.
Markmið tilverunnar er maður, sem sameinar í sér alla
hina beztu mannlegu eiginleika, með öðrum orðum: full-
kominn maður, — ekki kálfur með tveimur höfðum.
Það eru öreigarnir, sem brjóta veg hinni nýju menn-
ingu og bera hana uppi. Það sögulega hlutverk er þeim
á herðar lagt, — þeim og engum öðrum. Er þá öreig-
inn betri en aðrir menn? Þessi spurning var lögð fyrir
mig nýlega í orðasennu. Eg svara: Nei, það er hann
sennilega ekki. En hugsjónir hans, heimsskoðun hans
er betri en hinna, og það ríður baggamuninn. Þess
vegna er hann útvalinn til þess að bera uppi menn-
ingu framtíðarinnar. Og því á hann að vera of mikil-
látur til að klæðast útslitnum flíkum fyrirrennara sinna.
Með því einu móti að vera sjálfum sér og stétt sinni
trúr, getur hann að fullu rækt það hlutverk, sem honum
er í hendur fengið.
Eg minnist konu einnar, sem er mér nákomin. Hún
er óbreytt vinnukona, en óvenju dugandi vinnukona —
og hún veit það sjálf. Hún sótti um stöðu hjá aldraðri
hefðarfrú, og þegar þær voru búnar að koma sér saman
um vistarkjörin, sagði frúin: »Gæti eg svo fengið að sjá
meðmæli yðar?« — »]á, velkomið, ef eg fæ líka að
sjá yðar meðmæli«. Hin hágöfuga frú hlassaðist niður
á endann, mállaus af undrun og skelfingu yfir slíkri
frekju. Og þegar hún fékk málið aftur, baðaði hún út
höndunum og æpti: »Út með yður, og það þegar í stað!«
— Þetta er öreiga-menning. Svo stoltur og frjálsborinn,.
svo viss um sitt eigið manngildi er sá öreigi einn, sem
heldur vakandi stéttarvitund sinni og ekki lætur ginnast